fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Fólk hefur fengið nóg af leyndarhyggju

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að stjórnarslitin sýni að fólk hafi fengið nóg af leyndarhyggju kerfi þar sem ofbeldi gegn konum og börnum sé tekið af léttúð og andvaraleysi. Viðreisn hefur farið fram á að kosið verði sem fyrst, en óvíst er hvaða áhrif það getur haft á Viðreisn sem myndi jafnvel ekki ná inn manni í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir að undanförnu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sagt það stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu Bjartrar framtíðar og það vera ömurlegt af þeim að hafa notað sér málið til að slíta stjórnarsamstarfinu. Þorgerður Katrín segir hins vegar á Twitter að stjórnarslitin sýni að fólk hafi fengið nóg af leyndarhyggju:

Stjórnarslitin sýna að fólk hefur fengið nóg af leyndarhyggju kerfi þar sem ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,

segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt á Fésbók að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. Verkefni stjórnmálanna sé að breyta úreltum kerfum og uppræta sterka tilhneigingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni:

Kerfi sem einkennist af leyndarhyggju og stendur vörð um ofbeldismenn en ekki fórnarlömb er meingallað og djúpstæð vonbrigði þjóðarinnar með viðbrögð stjórnvalda í þessum málum er eittvað sem við verðum að taka mjög alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?