fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar og Píratar deila: „Kannski hann mani sig upp í að horfa framan í mig núna“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata skaut föstum skotum á Sjálfstæðisflokkinn og Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins í þingr sérstaklega fyrir það sem hún kallar aðferðafræði kúgarans, aðferðafræði sem Brynjar hafi notað í „viðstöðulausu áreiti“ í garð brotaþola Róberts Downey.

Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata, sem talaði þó ekki fyrir hönd Pírata í gær, segir á Fésbók að hann voni að Þórhildur Sunna leggist ekki í flensu eða önnur veikindi því þá muni Brynjar finna á henni höggstað. Vísar hann til ummæla Brynjars frá því í ágúst þar sem Brynjar sagði Gunnar Hrafn vera bestan þegar hann segði frá veikindum sínum, en Gunnar Hrafn gagnrýndi hann harðlega í kjölfarið.

Sjá einnig: Þingmaður Pírata ævareiður við Brynjar Níelsson: „Skammastu þín“

Segir Gunnar Hrafn að Brynjar hafi forðast augnsamband við sig í gær:

Brynjar forðaðist augnsamband við mig í gær, kannski hann mani sig upp í að horfa framan í mig núna á eftir í stað þess að vera voða brattur á netinu.

Þjóðin slefandi fyrir fram tölvuna á borgaralaunum

Brynjar sjálfur fer háðsorðum um ræðu Birgittu Jónsdóttur þingflokksformann Pírata:

Kapteinn Pírata gaf okkur innsýn í framtíðarsamfélag þeirra þar sem þjóðin mun sitja slefandi fyrir framan tölvuna allan daginn á borgaralaunum,

segir Brynjar í pistli á Pressunni, hann bætti svo við:

Síðan komi kunnuglegir frasar hjá ræðumönnum Pírata um spillingu, óheiðarleika og mannvonsku annarra. Var það sennilega liður í því að bæta umræðuhefð og virðingu alþingis, sem þeim er mjög umhugað um. Afskaplega mikilvægt fyrir okkur á þinginu að hafa mannréttindalögfræðing menntaðan í Hollandi til að leiðbeina okkur. Við fávitarnir duttum eiginlega í lukkupottinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar