fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Býður nýtt lögheimili fyrir formannskjör ungliða Viðreisnar – Á ekki efni á að bjóða rútuferðir og flug

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 13. september 2017 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar býður sig fram til áframhaldandi formennsku á aðalfundi hreyfingarinnar, föstudaginn 22. september. Fundurinn fer fram í húsnæði flokksins í Ármúla.

Í tilkynningu sem Dagbjartur sendi fjölmiðlum í dag segir hann að heimili hans verði opið þeim sem vilji flytja lögheimili sitt fyrir formannskjörið:

Í ljósi nýliðinna atburða vil ég nýta tækfærið og bjóða heimili mitt opið fyrir þá sem vilja flytja lögheimili sitt fyrir kosningarnar. Allir meðlimir ungliðahreyfingarinnar njóta atkvæðisréttar á aðalfundinum, óháð búsetu, en boðið stendur engu að síður,

segir Dagbjartur. Hann segir jafnframt að hann myndi bjóða upp á flug og rútuferðir á kjörstað, en hann hafi hins vegar ekki efni á því:

Ég býð hvorki rútuferðir né flug á kjörstað, aðallega af fjárhagslegum ástæðum. Ég myndi pottþétt bjóða upp á hvort tveggja ef ég hefði efni á því. Öllum er þó frjálst að nýta sér þjónustu annarra aðila, til dæmis til að skoða gullna hringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu