fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð hjólar í Bjarna Ben: Hvers vegna er þá ekki komið á heilbrigðu fjármálakerfi?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 13. september 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir það skjóta skökku við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé hissa hversu mikið af skattfé bresks almennings var lánað bönkum sem voru illa reknir þegar núverandi ríkisstjórn hafi viljað gefa gjaldþrota banka peninga skattgreiðenda. Haft var eftir Bjarna í viðtali á Sky að þar sem alþjóðlegar fjármálakrísur hafi orsakað efnahagslegan samdrátt oftar en einu sinni í sögunni þá gangi hann út frá því að það muni endurtaka sig, sagði hann einnig að það að fangelsa bankamenn hefði grætt sár þjóðarinnar og að það hafi verið of lítið gert annarsstaðar til að rannsaka möguleg sakamál.

„Það kemur mér á óvart hversu mikið af féi skattborgara var notað til að bjarga einkafjárfestingum, sem var gert með því að gefa illa reknum bönkum fé, og það kemur mér einnig á óvart sú staðreynd að lítið var gert í öðrum löndum í að rannsaka og hugsanlega sækja til saka þá sem brutu lögin,“

sagði Bjarni í viðtalinu við Sky. Sigmundur Davíð vekur athygli þá þessum þrem atriðum á Fésbók og segir:

Gott og vel. En hvernig getur hann sagt þetta á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa lagt sig í líma við að þjónusta marga þeirra áhættusæknustu og grófustu í breska fjármálageiranum? Þ.e. vogunarsjóðina sem hafa fengið sérkjör í gjaldeyrisútboðum og svo sérstaka aðstoð, og gæðastimpil forsætis- og fjármálaráðherra, við að eignast Arionbanka.

Í öðru lagi þá skjóti það skökku við að Bjarni sé hissa hversu mikið af skattfé bresks almennings var lánað bönkum sem voru illa reknir þegar leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi viljað gefa gjaldþrota banka peninga skattgreiðenda:

Fjármálaráðherrann stofnaði meira að segja sérstök samtök um það,

segir Sigmundur Davíð. Í þriðja lagi, varðandi hugsanlega bankakreppu, segir Sigmundur:

Ef von er á annarri bankakrísu vegna græðgi fólks hvers vegna var þá ekki haldið áfram með vinnu við að koma á heilbrigðu fjármálakerfi á Íslandi? Þess í stað var vinnan látin niður falla, kosningum flýtt og mynduð ríkisstjórn sem kallar það traustleikamerki að gírugir vogunarsjóðir beiti brögðum til að yfirtaka stærsta banka landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu