fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Smári væntir þess að Sigríður Andersen segi af sér í dag

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Smári McCarthy þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Smári McCarthy þingmaður Pírata væntir þess að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér í dag í kjölfar úrskurðar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í úrskurðinum sem kveðinn var upp í gær kom fram að í máli Róberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar, hafi ráðuneytið ekki farið eftir þeirri meginreglu að bíða í fimm ár frá því að umsækjandi lauk afplánun þangað til viðkomandi fengi uppreista æru, en Sigríður sagði á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í sumar að það væri þungbært að afgreiða sumar umsóknir en það hafi verið tekin ákvörðun um að afgreiða málið með tilliti til jafnræðis og stjórnsýslureglna.

Smári deilir á Fésbók frétt Stundarinnar þar sem kom fram að ráðuneytið hafi neitað að veita fjölmiðlum upplýsingar um mál Roberts Downey með þeim rökum að ekki lægi fyrir samþykki Roberts, en fram kom í úrskurðinum að ekki hafi verið óskað eftir afstöðu hans né þeirra sem veittu honum vottorð um góða hegðun. Smári segist vænta afsagnar ráðherra strax í dag, undir það tekur Gunnar Hrafn Jónsson samflokksmaður hans sem segir á Fésbók:

Þetta er grafalvarlegt, ekki nema von að ráðherra var stúrinn við þingsetninguna áðan.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur að sama skapi óskað eftir opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með dómsmálaráðherra vegna framgöngu hennar í máli Roberts Downey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu