fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Þingmaður VG hjólar í Flokk fólksins: „Þetta er algjörlega galið“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna og Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Samsett mynd/DV

„Þær hreyfingar sem keyra á útlendingaandúð gera það undir þeim formerkjum að þær séu að berjast fyrir þá sem verst hafa það í samfélaginu. Það gerðist á fundi fólksins á Akureyri um daginn þar sem ég var innan um fólk í Flokki fólksins og ég var kurteis, kammó, brosi og allt þetta, en það sat eitthvað í mér. Mér fannst ég vera að sýna meðvirkni með því að vera kurteis í stað þess að ræða við þá um þessi mál. Mér finnst það vera borgaraleg skylda mín, en ég gerði það ekki því maður vill ekki endalaust vera í átökum. Þegar ég keyrði suður hugsaði ég að nú væri nóg komið og að við þyrftum að láta í okkur heyra.“

Þetta sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í þættinum Harmageddon í morgun. Hann segir það ekki úr lausu lofti gripið að til dæmis sá sem hafi beðið lengi eftir félagslegu húsnæði en fái ekki áheyrn hjá stjórnvöldum finnist það ósanngjarnt að heyra fréttir af því að milljörðum sé veitt í þjónustu við hælisleitendur, en það eigi við um öll önnur útgjöld hins opinbera:

Þau sem eru með þennan málflutning tengja þetta aldrei við önnur útgjöld ríkisins. Þetta er aldrei tengt við jarðgangnagerð eða vegagerð eða kostnað við sendiráð. Þetta er alltaf bara tengt við kostnað við hælisleitendur og flóttafólk, þannig ertu búinn að stilla því upp að ef þú ert fylgjandi því að komið sé fram við þá sem hafa misst allt sitt, komið fram við það eins og fólk, þá ertu einhvernveginn orðinn andstæðingur þess að komið sé vel fram við eldri borgara og öryrkja. Og þetta er algjörlega galið,

sagði Kolbeinn. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að útrýma fátækt og koma í veg fyrir að fólk þurfi að gista í tjöldum, það ástand sé einmitt gróðrarstía fyrir málflutning sem geti leitt til útlendingaandúðar:

En ábyrgð hinna er ekki síðri. Þegar þú ert að tengja þetta allt saman þá ertu ekki bara að ala á útlendingaandúð, sem er nógu slæmt eitt og sér, heldur ertu líka að gefa ráðamönnum afsökun. Þeir þurfa ekkert að taka til í þessum málaflokkum því það er alltaf verið að segja „þetta er eina ástæðan fyrir þessu,“ segir Flokkur fólksins og fleiri, sé kostnaður við hælisleitendur og flóttafólk. Ekki að kerfið sé í grundvallaratriðum meingallað, það er misskipting auðsins sem er grunnurinn, það er það sem er að, ekki það að við eyðum einhverjum peningum í hælisleitendur og flóttafólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar