fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Þingmaður VG hjólar í Flokk fólksins: „Þetta er algjörlega galið“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna og Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Samsett mynd/DV

„Þær hreyfingar sem keyra á útlendingaandúð gera það undir þeim formerkjum að þær séu að berjast fyrir þá sem verst hafa það í samfélaginu. Það gerðist á fundi fólksins á Akureyri um daginn þar sem ég var innan um fólk í Flokki fólksins og ég var kurteis, kammó, brosi og allt þetta, en það sat eitthvað í mér. Mér fannst ég vera að sýna meðvirkni með því að vera kurteis í stað þess að ræða við þá um þessi mál. Mér finnst það vera borgaraleg skylda mín, en ég gerði það ekki því maður vill ekki endalaust vera í átökum. Þegar ég keyrði suður hugsaði ég að nú væri nóg komið og að við þyrftum að láta í okkur heyra.“

Þetta sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í þættinum Harmageddon í morgun. Hann segir það ekki úr lausu lofti gripið að til dæmis sá sem hafi beðið lengi eftir félagslegu húsnæði en fái ekki áheyrn hjá stjórnvöldum finnist það ósanngjarnt að heyra fréttir af því að milljörðum sé veitt í þjónustu við hælisleitendur, en það eigi við um öll önnur útgjöld hins opinbera:

Þau sem eru með þennan málflutning tengja þetta aldrei við önnur útgjöld ríkisins. Þetta er aldrei tengt við jarðgangnagerð eða vegagerð eða kostnað við sendiráð. Þetta er alltaf bara tengt við kostnað við hælisleitendur og flóttafólk, þannig ertu búinn að stilla því upp að ef þú ert fylgjandi því að komið sé fram við þá sem hafa misst allt sitt, komið fram við það eins og fólk, þá ertu einhvernveginn orðinn andstæðingur þess að komið sé vel fram við eldri borgara og öryrkja. Og þetta er algjörlega galið,

sagði Kolbeinn. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að útrýma fátækt og koma í veg fyrir að fólk þurfi að gista í tjöldum, það ástand sé einmitt gróðrarstía fyrir málflutning sem geti leitt til útlendingaandúðar:

En ábyrgð hinna er ekki síðri. Þegar þú ert að tengja þetta allt saman þá ertu ekki bara að ala á útlendingaandúð, sem er nógu slæmt eitt og sér, heldur ertu líka að gefa ráðamönnum afsökun. Þeir þurfa ekkert að taka til í þessum málaflokkum því það er alltaf verið að segja „þetta er eina ástæðan fyrir þessu,“ segir Flokkur fólksins og fleiri, sé kostnaður við hælisleitendur og flóttafólk. Ekki að kerfið sé í grundvallaratriðum meingallað, það er misskipting auðsins sem er grunnurinn, það er það sem er að, ekki það að við eyðum einhverjum peningum í hælisleitendur og flóttafólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu