fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Birgitta kosin þingflokksformaður Pírata

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn þingflokks Pírata var kjörin á þingflokksfundi í gær. Birgitta Jónsdóttir var kosin þingflokksformaður, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er varaformaður þingflokks og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum að stjórnarkjörið séhluti af endurskipulagningu innan þingflokksins sem hefur staðið yfir í sumar og nú sé verkaskipting og valddreifing  jafnari en áður meðal stjórnarliða þingflokks. Greint var frá því um miðjan maí síðastliðinn að Ásta Guðrún Helgadóttir hafi hætt sem þingflokksformaður í kjölfar ágreinings. Þessi verkaskipan sé aðeins einn angi af vinnu þingflokks við að skerpa á leiðum til að hrinda í framkvæmd helstu stefnumálum Pírata.

Píratar hyggjast setja nýja stjórnarskrá á oddinn sem aldrei fyrr, auk þess sem Píratar leggja áherslu á gegnsæi sem sé forsenda þess að almenningur geti tekið þátt á upplýstan hátt í lýðræðissamfélagi. Til að fyrirbyggja spillingu skipti gagnsæi máli því þá er ábyrgð skýr og upplýsingar aðgengilegar. Píratar vilja valdefla almenning með betra aðgengi að upplýsingum á mannamáli. Aðeins þannig sé hægt að veita ráðandi öflum nauðsynlegt og heilbrigt aðhald. Þannig er hægt að láta þá sem bera ábyrgð axla hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu