fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Hækka útgjöld til heilbrigðis og velferðarmála um 4,6%

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Í fjárlögum ríkisstjórninarinnar munu heilbrigðis- og velferðarútgjöld hækka um 4,6% umfram launa- og verðlagsþróun. Framlög til byggingar nýs Landspítala verða 2,8 milljarða króna og hækka um 1,5 milljarða króna frá fjármálaáætlun, er gert ráð fyrir að bygging hefjist á næsta ári. Einnig á að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað, t.d. með fjölgun sálfræðinga. Barna- og unglingageðdeild Landspítala verður styrkt sérstaklega og sálfræðingum á heilsugæslu, geðheilsuteymum og meðferðarúrræðum við geðvanda fjölgað, áætlað er að auka framlög til geðheilbrigðisþjónustu í áföngum til ársins 2022. Framlög til reksturs og þjónustu Landspítalans aukast um 560 milljónir í fjárlögunum sem og 80 milljónir til Sjúkrahússins á Akureyri. Tímabundið framlag sem átti að mæta útskriftarvanda Landspítalans fellur niður.

Alls verður 44 milljarða króna afgangur á fjárlögum ársins 2018 sem er 4 milljarða króna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Frumtekjur eru 822 milljarðar ásamt 12 milljörðum í vaxtatekjur. Frumgjöld nema svo 717 milljörðum ásamt 73 milljörðum í vaxtagjöld. Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um 233 milljarða í fyrra, á næsta ári eiga skuldir að lækka um 36 milljarða króna og verða því heildarskuldir ríkissjóðs 859 milljarðar í lok næsta árs.

Tekjutrygging hækkar í fjörlögunum, fólk sem býr eitt og þiggur örorkulífeyri eða ellilífeyri mun fá að minnsta kosti 300 í stað 280 þúsunda. Stofnstyrkir til byggingar almennra íbúða verða 3 milljarðar, sem er hækkun um 100% frá gildandi fjárlögum. Stuðningur við fyrstu íbúðakaup hefur verið festur í sessi. Hæstu greiðslur í fæðingarorlofi hækka úr 500 í 520 þúsund krónur, en stefnt er að því að hækka greiðslurnar í 600 þúsund á næstu árum. Framlög vegna móttöku flóttamanna verða nálega þrefölduð. Stuðningskerfi til að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu verður styrkt frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu