fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Fjármálaráðherra fyrir að draga úr greiðslum barnabóta

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. september 2017 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

ASÍ segir að barnabótakerfið hér á landi hafi fremur einkenni fátæktarstyrks á meðan barnabætur greiðist með öllum börnum á hinum Norðurlöndunum. Gagnrýnir ASÍ ríkisstjórnina fyrir að vilja ganga enn lengra í þeim efnum og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fyrir að draga úr greiðslum barnabóta á sama tíma og hann lýsi yfir áhyggjum af lækkandi fæðingartíðni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ að markmið barnabóta á hinum Norðurlöndunum sé að jafna fjárhagsstöðu fjölskyldna með og án barna og á milli æviskeiða, því sé greidd sama fjárhæð með hverju barni óháð tekjum foreldranna.

Rannsókn hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði launafólks 1998-2016 sýni að skattbyrði hafi aukist umtalsvert, m.a. vegna lækkandi barnabóta sem rekja má til  nokkurra þátta. Bótafjárhæðir  hafa hvorki haldið í við þróun launa né verðlags, skerðingarhlutföll vegna tekna hafa aukist allra síðustu ár og frá og með tekjuárinu 2010 voru allar barnabætur tekjutengdar, líka fyrir 7 ára og yngri. Barnabætur taka mið af bæði fjölda barna og hjúskaparstöðu foreldra. Þannig aukast greiðslur með auknum fjölda barna ásamt því að einstæðir foreldrar eiga rétt á hærri barnabótum en hjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu