fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Segir orð dómsmálaráðherra dapurleg: „Fólk fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. september 2017 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

„Stjórnvaldi sem virðist vera sama um undirskriftalista og útifundi, svo ekki sé minnst á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er stjórnvald sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af. Vonin er hins vegar fólgin í þingmönnum sem þora að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu með mannúð og mannréttindum.“

Þetta segir Magnús Guðmundsson menningarritstjóri Fréttablaðsins í leiðara blaðsins í dag, segir hann það dapurlegt að sjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra segja að það komi ekki til grein að endurskoða ákvörðunina um að vísa hinni 11 ára gömlu Haniye og hinni 8 ára gömlu Mary frá Íslandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 15 þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun um að veita þeim íslenskan ríkisborgararétt, hefur stjórnarþingmaður lýst því yfir að þau Haniye og Mary ættu að fá að byggja upp nýtt líf hér á landi og í dag mun Samfylkingin leggja fram frumvarp um að veita þeim ríkisborgararétt.

Sjá einnig: Samfylkingin leggur fram frumvarp um veita stúlkunum ríkisborgararétt

Magnús Guðmundsson.

„Nei, það kemur ekki til greina að endurskoða mál sem dúkka hérna tilviljanakennt upp í umræðunni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráðherra að taka fram fyrir hendurnar á sjálfstæðri stjórnsýslustofnun eins og kærunefnd í málum sem hafa fengið tvöfalda málsmeðferð hér á landi,” sagði Sigríður Á. Andersen í samtali við RÚV á laugardag. Magnús segir orð hennar dapurleg:

Að segja málið „dúkka tilviljanakennt upp í umræðunni“ verður því vart sagt fela í sér mikla virðingu fyrir lýðræðislegri umræðu. Í raun væri mun meiri ástæða til þess fyrir ráðherra að hafa áhyggjur af stjórnsýslustofnun sem virðist ítrekað velja að beita Dyflinnarreglugerðinni fremur en að horfa til Barnasáttmálans. Að þúsundum sé ekki mætt af meiri virðingu en raun ber vitni þegar kallað er eftir endurskoðun ákvarðana og lýðræðislegri umræðu er auðvitað gríðarlegt áhyggjuefni.

Magnús segir að það sé kominn tími til að þingið endurheimti völd sín sem fulltrúar þjóðarinnar og láti mannúðarástæður ráða för:

Mál þeirra Haniye, Mary og fjölskyldna þeirra gæti verið tilvalið tækifæri til þess þar sem þingmenn þvert á flokka gætu sameinast um að berjast fyrir þetta fólk og um leið fyrir þær raddir sem eiga að fá að hljóma í lýðræðisríki. Fólk fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu