fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Vilhjálmur segist hafa verið fjarlægður af lista Sjálfstæðisflokksins: Forystan þolir ekki ákveðnar skoðanir

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir. Mynd/DV

Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir segir að honum hafi verið vísað af lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hann sé sá eini sem hafi tekið þátt í prófkjöri flokksins í fyrra sem hafi ekki hlotið náð fyrir augum uppstillingarnefndar flokksins í ár.

Í grein sem Vilhjálmur skrifar á vef Stundarinnar í dag segir hann að þegar skoðuð séu tíu efstu sætin í öllum kjördæmum, fyrir utan Reykjavík suður þar sem, listinn riðlaðist vegna andláts Ólafar Nordal, þá séu engar breytingar nema í hans tilviki, ljóst sé að hafi forysta flokksins losað sig við hann fyrir þessar kosningar:

Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að einn aðili, ég undirritaður sem kom eins og stormsveipur inn í prófkjör flokksins án þess að vera bakkaður upp af forystu flokksins eða koma beint úr flokksstarfinu, sé ekki velkominn á lista flokksins fyrir þessar kosningar þó ég hafi unnið ákveðinn sigur í seinasta prófkjöri þegar ég náði þar 7. sætinu, þvert gegn vilja forystu Sjálfstæðisflokksins,

segir Vilhjálmur, sem lýsir sér sem „venjulegum Sjálfstæðismanni“, að forysta flokksins þoli greinilega ekki ákveðnar skoðanir. Hefur hann lýst því yfir að á meðan Bjarni Benediktsson sé formaður flokksins muni hann ekki taka þátt í kosningabaráttu flokksins:

Ég mun samt áfram berjast fyrir því að flokkurinn verði sá flokkur sem grunngildi hans segja til um, sem eru meðal annars frelsi til orða og athafna og líka stétt með stétt, en í tíð núverandi forystu hefur flokkurinn nánast verið rekinn sem einkagróðavinafélag forystu flokksins og nánustu ættingja, vina og meðhlægjenda þeirra.

Telur Vilhjálmur að „hinn venjulegi Sjálfstæðismaður“, grasrót flokksins, vilji breytingar innan flokksins en slíkt fólk sé ekki velkomið:

Ég átta mig á að þetta verður kallað af forystu flokksins, núna korteri fyrir kosningar, að stinga flokkinn í bakið. En að mínu mati er það núverandi forysta flokksins sem er búin að hrekja hinn venjulega Sjálfstæðismann út í að þurfa að hugsa um að kjósa annan flokk og allir vinir mínir, venjulegir Sjálfstæðismenn, segja nú að þeir geti ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn eins og honum er stjórnað í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben