fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Framsóknarlaus borgarstjórn

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. október 2017 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafa báðar sagt skilið við Framsóknarflokkinn.

Væringarnar í Framsóknarflokknum undanfarið, með brotthvarfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og stofnun Miðflokksins, hafa ýmsar sérkennilegar afleiðingar. Þannig hafa til dæmis báðir borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina snúið baki við flokknum. Þetta þýðir að þegar borgarstjórn fundar í næstu viku mun Framsóknarflokkurinn ekki eiga þar fulltrúa.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar, vekur athygli á þessari sérkennilegu stöðu á Facebook:

Borgarstjórnarfundurinn eftir viku verður Framsóknarlaus. Þetta hefur ekki farið hátt en laust mig skyndilega. Þessi pólitík er ansi hressileg.

Oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, gekk fyrst úr skaftinu en eftir brotthvarf hennar úr flokknum hafa litlir kærleikar verið milli hennar og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, sem sat eftir í flokknum.

Guðfinna Jóhanna hefur hins vegar nú einnig yfirgefið flokkinn og er gengin til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. Framsókn á því ekki lengur borgarfulltrúa en flugvallarvinir væntanlega enn tvo, sem þó eru klofnir. Þær hafa hins vegar ákveðið að starfa áfram með borgaramálahópi Framsóknar og flugvallavina. Miðflokkurinn hefur síðan vitaskuld í leiðinni eignast borgarfulltrúa í Guðfinnu Jóhönnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“