fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Það gerist ekkert af sjálfu sér

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Oddgeirsson skrifar:

Enn ein fréttin hefur borist af breytingum í sjávarútvegs- og fiskvinnslumálum í Þorlákshöfn, nú um að Frostfiskur hætti starfssemi. Þegar upp undir 100 störf tapast á innan við tveimur árum segir það sig sjálft að það hefur mikil áhrif á ekki stærri stað sem Þorlákshöfn er. Eigendur fyrirtækja taka ákvörðun sína á viðskiptalegum grunni.

Ástæður þessa geta verið margarvíslegar eins og samþjöppum aflaheimilda, minni afli á markað, gengismál, fiskverð, staðsetning fiskmarkaða, rekstrarkostnaður, samkeppnishæfni og fleira. Í sjálfu sér er ekki séð fyrir endan á þeirri þróun sem hefur verið í áratugi að fiskvinnslan færist inn á suðvesturhorn landsins. Fulltrúi Sjávarútvegsklasans var með áhugavert erindi á Hafnarsambandsþinginu á Ísafirði á síðasta ári. Sýnd var áratuga þróun hvernig fiskvinnslan hefur færst nær aðalútflutningsgáttum landsins sem eru hafnir á höfuðborgarsvæðinu og Keflavíkurflugvöllur.

Sú skoðun kom fram að þessi þróun haldi áfram, að mest öll fiskvinnsla verði á næstu árum komin á innan við 100 km radíus út frá þessum gáttum til útlanda. Þorlákshöfn er innan þessara marka. Greið leið er til Keflavíkurflugvallar um Suðurstrandaveginn og til hafna á höfuðborgarsvæðinu. Ný gátt fyrir inn- og útflutning opnaðist með siglingum skipsins Mykines milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Eins og hefur komið í ljós þá dugar þetta eitt og sér ekki í þessum málum en getur opnað önnur tækifæri.

Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi félagshyggjufólks í Ölfusi.

Á samfélagsmiðlum má sjá að fólk spyr eðlilega hvað bæjarstjórnin ætli að gera til að bregðast við þessari óheillaþróun. Við sem erum í bæjarstjórn getum engu ráðið um hvaða ákvörðun eigendur fyrirtækja taka en það sem við getum gert er að undirbúa jarðveginn fyrir þá sem á eftir koma. Það gerðist ekki af sjálfu sér að Smyril Line Cargo er komið með Mykinesið í vikulegar siglingar á milli Árnessýslu/Ölfuss og Evrópu. Sá möguleiki varð til með einhuga samstöðu bæjar- og hafnarstjórnar um að skapa aðstöðu fyrir millilandasiglingar af þeirra stærðargráðu sem nú er orðin. Ýmsar breytingar voru gerðar á höfninni af mikilli útsjónarsemi í samstarfi við siglingasvið Vegagerðarinnar. Þessar breytingar urðu til þess að Mykinesið er komið í höfn og á næsta ári kemur fyrsta skemmtiferðaskipið. Koma fyrsta skemmtiferðaskipsins mun án efa vekja athygli annara á nýjum áfangastað og styðja við þau fyrirtæki sem hér eru byggja sig upp í ferðaþjónustugeiranum.

Hafi einhver áhuga á að koma með starfssemi til Þorlákshafnar lítur sá hinn sami á hvaða aðstaða sé í boði, hvað sé á skipulagi og hvort til séu tilbúnar lóðir með aðgengi að orku, vatns- og fráveitum. Það er til lítils að segja “jú við verðum tilbúin með skipulag og veitur eftir tvö til þrjú ár”. Með þetta í huga er tilbúið á skipulagi gríðarstórt svæði fyrir fiskeldi vestur með ströndinni frá Þorlákshöfn, ný fiskeldisstöð er þar í uppbyggingu og komin að hluta í framleiðslu. Bein siglingaleið til Evrópu hlýtur að gera svæðið áhugaverðara en áður.

Uppbygging á iðnaðarsvæðinu á Hafnarsandi, upp af Keflavík og hefur vinnuheitið Víkurbraut, er hafin með byggingu Lýsis hf á nýrri fiskþurrkun. Á næstu vikum hefjast lagnir veitna inn á þetta svæði og ekkert því til fyrirstöðu að úthluta tilbúnum lóðum til áhugasamra. Endurskipulagi á upplandi hafnarinnar er á lokastigi og verða þar fjölmargar lóðir fyrir hafnsækna starfssemi. Að auki eru tilbúnar iðnaðar- og verslunarlóðir innanbæjar. Með þetta allt á borðinu eru bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar með alla anga úti með að kynna hvað er í boði og framundan er sérstök kynning á atvinnulóðum. Eins og áður hefur verið sagt þá gerist ekkert af sjálfu sér, við íbúar Þorlákshafnar verðum að selja þá hugmynd að hér sé gott að byggja upp fyrirtæki, bein leið er héðan til Evrópu og til Reykjavíkur. Einnig verða Sunnlendinga að slást í lið með okkur í að sækja fé til ríkisvaldsins fyrir áframhaldandi uppbyggingar hafnarinnar sem er jú eina inn- og útflutingsgátt Árnessýslu.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“