fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Vítavert ástand vegamála

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 25. nóvember 2017 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:

Ástand vegamála er óviðunandi og vítavert víða um land. Aukinn þungi umferðar m.a. vegna sívaxandi fjölda ferðamanna kallar á skjót viðbrögð í vegamálum til að forða alvarlegustu slysunum. Válynd veður og reynsluleysi margra ökumanna í vetrarfærðinni kalla á tafarlausar umbætur og aðskilnað akstursstefna á þyngstu leiðunum.

Til margra aðgerða má grípa til að auka umferðaröryggi en aðskilnaður akreina er á mörgum köflunum eina leiðin til þess að koma í veg fyrir tíð og alvarleg slys. Við blasir hvað tvöföldun Reykjanesbrautar og þrígreining hluta Suðurlandsvegar hefur skilað miklum árangri í auknu öryggi á þessum umferðarþyngstu vegum utan þéttbýlis á Íslandi. Vonandi leggja stjórnvöld og sú ríkisstjórn sem við völdum tekur í landinu mikið kapp á að ráðast í átak í vegamálum, nú þegar efling innviða landsins er í brennipunkti.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra.

Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því fyrir kosningar til Alþingis að megin áherslur næstu ára yrðu að byggja upp og bæta stöðuna í velferðarmálum almennt. Þar eru samgöngumál og bætt umferðaröryggi ekki undanskilin. Harmleikir þeir og óheyrilegur kostnaður sem hlýst af alvarlegum slysum á vegum landsins undirstrika mikilvægi þess að farið sé í stórsókn í samgöngumálum.

Ferðaþjónustan hefur tekið flugið á fáum árum og er nú stærsti atvinnuvegur landsins. Margt þarf að gera til að byggja undir greinina og treysta stöðu hennar. Þar eru samgöngumálin og bætt umferðaröryggi mikilvægust.

Þúsundir þeirra ferðamanna sem koma til landsins hafa ekki ekið við sambærilegar aðstæður og oft geta skapast á vegunum. Sérstaklega yfir vetrartímann og þar sem umferð er þyngst. Til dæmis er vegurinn austur í Vík orðinn einn sá fjölfarnasti í landinu og þarfnast bráðra umbóta til að viðunandi öryggi vegfarenda sé gætt.

Slíkar aðgerðir kosta mikla fjármuni og því er rétt að halda til haga að umtalsverðum hluta þess fjár sem innheimt er í gegnum eldsneytisgjöld er varið til annarra hluta en samgöngumála. Áður en rætt er af alvöru um aukna gjaldtöku til að kosta framkvæmdir í samgöngumálum þarf fyrst að nýta allt það skattfé sem ökumenn greiða nú þegar í gegnum þau gjöld til vega- og  samgöngumála.

Hvort þokkaleg samstaða náist um veggjöld til að kosta stórar framkvæmdir á eftir að koma í ljós en fyrst þarf að nýta það fé sem þegar er innheimt af umferðinni til málaflokksins. Fyrr en það er gert er tómt mál að tala um aukna gjaldtöku á vegfarendur.

Grein Björgvins er leiðari Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“