fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Birnir ósáttir við Fréttablaðið: Starfsemi stjórnmálaflokks gerð tortryggileg að ósekju

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason og Björn Bjarnason. Samsett mynd/DV

Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins setja spurningamerki við frétt Fréttablaðsins í dag um úthringingar forystu- og áhrifafólks í VG til flokksráðsfulltrúa, en flokksráðið tekur endanlega ákvörðun um hvort Vinstri græn geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nokkrir flokksráðsfulltrúar hefðu fundið fyrir þrýstingi frá forystunni og að margir séu neikvæðir gagnvart ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Björn Bjarnason segir í vefdagbók sinni í dag að tilgangurinn með fréttinni sé að reyna að koma illu af stað:

Spyrja má eftir lesturinn: Hvert er tilefni fréttarinnar? Fyrirsögn hennar er: Ýmsir hugsi yfir úthringingum forystunnar í flokksráðsmenn. Það er sem sagt meginboðskapurinn að þingmenn, fyrrverandi ráðherrar og forystumenn eigi að láta flokksráðsmenn VG í friði! Tilgangurinn með fréttinni er líklega helst sá að koma illu af stað.

Björn Valur Gíslason segir á bloggsíðu sinni að með þessu sé verið að gera starfssemi stjórnmálaflokks tortryggileg að ósekju:

Það er fullkomlega eðlilegt að í aðdraganda stórra viðburða sé haft sé samband við fólk sem kosið hefur verið til trúnaðarstarfa í sínum flokki. Það er gert til að heyra hljóðið í fólki almennt, til að ræða tiltekin mál, undirbúa fundi og tala fyrir ákveðnum málstað. Það er ekkert nýtt við þetta eins og allir vita sem tekið hafa þátt í starfi stjórnmálaflokka og ástæðulaust að gera þetta tortryggilegt. Það er sömuleiðis eðlilegt að forystufólk í stjórnmálaflokkum, í þessu tilfelli Vinstri grænum, heyri í því fólki sem kemur til með að greiða atkvæði um ríkisstjórnmyndun ef til þess kemur.
Það væri óábyrgt af þeim að gera það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“