fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók.

Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. Fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær að það sjái fyrir endann á stjórnarmyndunarviðræðunum og vel sé vandað til verka til þess að tryggja ríkisstjórninni líf út kjörtímabilið.

Björn Valur segir að það verði ekki þolað innan Sjálfstæðisflokksins að það halli á konur í ráðherraliðinu:

Það liggur fyrir að formaður flokksins verður ráðherra og sennilegt að Kristján Þór Júlíusson fylgi honum. Sigríður Andersen mun líklega verða fulltrúi Reykjavíkur í ráðherraliði sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er talin líkleg til að halda sínu sæti í ríkisstjórninni í krafti þess að vera kona. Ekki er talið ólíklegt að Bjarni sæki þriðja ráðherrann utan þingflokksins sem yrði þá Unnur Brá Konráðsdóttir,

segir Björn Valur. Það þýði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra hverfi úr ríkisstjórninni í óþökk þeirra beggja:

Bjarni mun hafa sótt það fast að fá sjötta ráðherrann til að draga úr óánægjunni sem mun vera innan þingflokksins, annars vegar með ríkisstjórnarmyndunina og hins vegar með ráðherraskipan. En það hafa hinir flokkarnir tveir ekki tekið í mál, hvað sem síðar kann að verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar