fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Árnason forstjóri Haga. Samsett mynd/Hagar

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við starfsmann verslunarinnar.

Slíkur búnaður er þegar notaður í verslun IKEA og var eitt sinn notaður í verslun Krónunnar á Bíldshöfða. Útbúnaður af þessu tagi er nokkuð umdeildur, sagði Egill Helgason hér á Eyjunni í gær að þetta væri aðeins til þess að stórfyrirtæki gætu sparað í starfsmannahaldi.

Sjálfsafgreiðslukassar má finna víða, þar á meðal í Bretlandi. Viðskiptavinur skannar sjálfur inn vöruna og leggur hana á vigt til staðfestingar. Iðulega er starfsmaður innan handar að fylgjast með. Mynd/Wikimedia commons

Sjá einnig: Verri þjónusta er betri þjónusta

Finnur sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun hann væri alveg klár á því að þetta muni aukast hér á landi í framtíðinni en fram til þessa hafi búnaðurinn verið dýr sem og aðlögunin að íslenskum markaði. Búnaðurinn henti til dæmis vel í Lundúnum þar sem viðskiptavinir væru með litlar körfur og álag í verslunum mikið:

Þetta hentar mjög vel þar sem er hádegisálag, síðdegisálag, þar sem fólk er að flýta sér, tekur fáa hluti og vill fara hratt í gegn. Að okkar mati þá er þetta ekki að leysa alla þá þætti sem þarf að leysa. Ef við förum í þessar lausnir þá þarf þetta að vera valkostur, til þess að minnka raðir og vera fyrir þá sem vilja flýta sér í gegn,

sagði Finnur. Hann tók fram að Hagar, sem reka meðal annars verslanir Bónus og Hagkaup, hefðu ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi sjálfsafgreiðslu. Þetta væri hins vegar framtíðin, benti hann á innritun í Leifsstöð sem væri nú að mestu leyti gerð í sjálfsafgreiðslu:

Við erum auðvitað með kynslóð sem er að vaxa úr grasi sem þekkir ekkert annað en að ýta á skjá og leysa sín vandamál sjálf. Þannig að ég held að þetta aukist mikið og verði stór þáttur í framtíðinni þó að þetta sé ekki að gerast yfir nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“