Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði.
Fram kom á ráðstefnu Reykjavíkurakademíunnar og Reykjavíkurborgar sl. föstudag um ólöglegt húsnæði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, að starfshópur sé að endurskoða lögin.
Fram til þessa hefur verið óheimilt fyrir fólk að vera með fasta búsetu í sumarbústað, atvinnuhúsnæði, gistihúsum og vinnustöðum. Kom fram í tölum Þjóðskrár að 1.447 einstaklingar séu óstaðsettir í hús og allt að einn tíundi þjóðarinnar sé með skráð lögheimili á öðrum stað en það býr í raun og veru.
Lítið mál er að færa lögheimili sitt líkt og blaðamaður Stundarinnar benti á fyrr á þessu ári þegar hann færði lögheimili sitt til Bessastaða án athugasemda.