fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Framlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni aukin um 1,5 milljarð

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. desember 2017 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Framlög til heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum landsins verða aukin um 6,8% á næsta ári. Heildaraukningin nemur tæpum 1,5 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Stjórnendur heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa verið duglegir að gagnrýna fjárlagafrumvarpið þar sem þeim þykir einblítt of mikið á höfuðborgarsvæðið og Landspítalann sérstaklega, á kostnað heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

 

Í tilkynningunni segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að mikilvægt sé þegar rætt er um framlög til heilbrigðisþjónustu eftir landsvæðum, að hafa í huga hlutverk stofnananna og þjónustuna sem þær veita. Landspítalinn gegni veigamiklu hlutverki á landsvísu og veiti ýmsa afar sérhæfða þjónustu sem verði ekki með neinu móti veitt annars staðar:

„Ef Landspítalinn fær ekki sinnt þessu hlutverki sínu vegna álags af því að útskriftarvandi stendur sérhæfðu þjónustunni fyrir þrifum er það vandamál okkar allra, hvar sem við búum,“

 

segir Svandís. Í þessu ljósi hafi verið ákveðið að veita umtalsverðum fjármunum til að mæta útskriftarvanda spítalans sem meðal annars megi rekja til þess hve mikill skortur er á hjúkrunarrýmum og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Til samanburðar nemur hlutfallsleg aukning til Landspítalans sem er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús 8,2%. Sjúkrahúsið á Akureyri sem einnig gegnir hlutverki á landsvísu sem sérgreinasjúkrahús og kennslusjúkrahús fær aukin framlög sem nema 4,2%.
Framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verða aukin um 7,4%, Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær 6,9% aukningu, Heilbrigðisstofnun Austurlands 6,2%, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 5,3%, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 5,0% og Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær aukin framlög sem nema 4,3%.
Áhersla er lögð á að efla tækjabúnað stofnananna og verða þeim veittar samtals 223 milljónir króna til tækjakaupa sem er 200 milljónum kr. meira en í fjárlögum þessa árs. Framlög til sjúkraflutninga verða einnig aukin og nemur viðbótin 124 milljónum kr. eða 5,3%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins