fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ríkið leiðréttir laun opinberra starfsmanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. desember 2017 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar ASÍ, BSRB, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og íslenska ríkisins, undirrituðu samkomulagið. MYND/Stjórnarráðið

Samkomulag um launaþróunartryggingu opinberra starfsmanna sem eru í BSRB var undirritað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Laun félaga í BSRB sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að meðaltali 1,3 prósent vegna samkomulagsins og laun félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu um 1,6 prósent. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hækkunin verður útfærð en það verður ákveðið með samkomulagi aðila á næstunni.

Samkomulagið sem undirritað var í dag er gert í kjölfar rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Samtök atvinnulífsins.

Í rammasamkomulaginu er kveðið á um að þeim sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt umframlaunaskrið á almennum vinnumarkaði. Með því er ætlunin að tryggja að laun opinberra starfsmanna sitji ekki eftir í almennri launaþróun.

Horft er til þróunar launa á almenna markaðinum annars vegar og hjá félögum í BSRB hins vegar á tímabilinu nóvember 2013 til nóvember 2016. Eins og fram kemur í rammasamkomulaginu verður launaþróunin mæld áfram og leiðrétt vegna áranna 2017 og 2018, ef tilefni er til, þegar þær tölur liggja fyrir.

Laun félagsmanna BSRB og ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum hafa hækkað meira en laun á almennum markaði á tímabilinu. Því taka þau ekki breytingum nú. Laun þessara hópa verða mæld áfram og gæti komið hækkana verði launaskrið á almenna markaðinum meira en hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins