fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Yfirlýsing biskups vegna ákvörðunar kjararáðs

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Mynd/DV

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar kjararáðs að hækka laun presta og biskups á dögunum. Hún segir það ekki sínum verkahring að tjá sig um niðurstöðuna en vísar þó í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar eftir 12 ára kyrrstöðu.

 

Tilkynningin er svohljóðandi:

Í framhaldi af úrskurði Kjararáðs um launakjör í prestastétt vill biskup Íslands að gefnu tilefni árétta að það er ekki í hans verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009.

Prestafélag Íslands lagði mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsumhverfi og starfsskyldum  presta og biskupa. Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur