fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Örlög „villikattanna“ í höndum Katrínar

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Framtíð þeirra Rósu Bjarkar Brynjarsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna VG, er óráðin innan þingflokksins. Ákvörðun þeirra um að greiða atkvæði með tillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen vakti litla kátínu meðal stjórnarþingmanna og hafa Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson báðir lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji 33 þingmenn, en ekki 35 og því séu þau Rósa og Andrés ,hinir svokölluðu „villikettir“, ekki álitin sem meirihlutaþingmenn, heldur standi utan samstarfsins.

Samkvæmt Morgunblaðinu er málið sagt afar viðkvæmt, en haft er eftir ónefndum þingmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að það sé í verkahring VG að ákveða framtíð þeirra Rósu og Andrésar sem bæði eiga sæti í tveimur fastanefndum þingsins. Þeirra atkvæði getur því ráðið úrslitum um meirihluta í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Hinsvegar sé boltinn hjá Katrínu Jakobsdóttur.

Þessi staða ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Afstaða Rósu og Andrésar hefur verið ljós allt frá myndun ríkisstjórnarinnar, sem þau Andrés og Rósa voru andvíg frá byrjun. Hinsvegar eru þau augljós ógn við meirihlutasamstarfið og hefur Katrín Jakobsdóttir örlög þeirra í hendi sér. Ljóst er að Katrín er þó ekki í öfundsverðri stöðu, þau Rósa og Andrés eru vinsæl innan grasrótarinnar, einmitt fyrir andstöðu sína við samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Því bíður Katrínar efið ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti