fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Halla Gunnarsdóttir ráðin ráðgjafi forsætisráðherra

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi forsætisráðherra. Halla mun leiða starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi.

Halla hefur víðtæka reynslu af mannréttindamálum og baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Hún starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá breska Kvennalistanum (The Women’s Equality Party) þar sem hún leiddi stefnumótun samtakanna. Þá starfaði Halla á alþjóðlegri lögmannsstofu í Lundúnum, McAllister-Olivarius, sem sérhæfir sig í málum sem lúta að kynbundinni áreitni á vinnustöðum, innan menntastofnana og á internetinu.

 

 

Á árunum 2009-2013 var Halla aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra, þar sem hún leiddi m.a. samráð um meðferð nauðgunarmála og hafði frumkvæði að vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum sem var skipulögð í
samstarfi velferðarráðuneytis, innanríkisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Halla er fyrrum blaðamaður og hefur verið virk í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi um langa hríð, þar á meðal á vettvangi Femínistafélags Íslands.

Halla hóf störf 1. mars og mun hafa aðsetur í forsætisráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti