fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Snjallsímabann Sveinbjargar hlaut ekki brautargengi

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag lagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, fram tillögu um að snjallsímar verði bannaðir í grunnskólum borgarinnar í skólatíma.  Tillagan hlaut ekki brautgengi í borgarstjórnar. 

Í máli Sveinbjargar kom fram að stöðugt fjölgi rannsóknum sem sýna fram á skaðleg áhrif snjallsíma á skólastarf og árangur og félagslega færni nemenda.  Vegna þessa hafi fjölmörg ríki nú ákveðið að banna alla símanotkun á fyrstu skólastigunum.  

Bretar voru á meðal hinna fyrstu og er símanotkun nemenda nú óheimili í langflestum barnaskólum þar.  Þá hafa Frakkar nú ákveðið að banna símanotkun á fyrstu skólastigum, fram til 15 ára aldurs.  Sömu sögu er að segja frá Norðurlöndunum þar sem stöðugt fjölgar þeim skólum sem banna nemendum að nota síma meðan þeir eru í skólanum.

„Hér á landi hefur afar takmörkuð umræða farið fram um símanotkun nemenda þrátt fyrir að rannsóknir staðfesti skaðleg áhrif slíkrar notkunar á skólastarf og árangur og félagslega færni nemenda.

Við þetta bætist síðan rannsóknir sem sýna fram á mjög mikla fylgni milli noktun nemenda á samfélagsmiðlun og aukins þunglyndis og kvíða og einangrunar þeirra á meðal.  Er miður að borgaryfirvöld neiti að taka frumkvæði í þessu máli, fylgja erlendum fordæmum og láta augljósa hagsmuni barna ráða ferðinni,”

 

sagði Sveinbjörg.

Margir borgarfulltrúar fögnuðu umræðunni um snjallsíma í skólum, en fæstir vildu ganga svo langt að banna þá alfarið. Var frekar lagt til að foreldrar og kennarar settu reglur um notkun þeirra og þeim kennt að nota símtækin á skynsamlegan hátt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna