fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Breytingar á hluthafahópi Arion banka

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskipti með hlutabréf í Arion banka hf. sem tilkynnt var um í þarsíðustu viku hafa gengið í gegn. Kaupskil ehf. hafa keypt 13% hlut ríkisins í Arion banka og er íslenska ríkið því farið úr hluthafahópi bankans. Jafnframt hefur Arion banki keypt 9,5% af eigin hlutabréfum. Uppgjörsdagur þessara viðskipta var í dag, eða fimm dögum síðar en fyrirhugað var, og breyttist því kaupverð hinna seldu hluta lítillega í samræmi við skilmála samnings Kaupskila og íslenska ríkisins. Fyrir hlut sinn í Arion banka fær íslenska ríkið 23,5 milljarða króna.

Alls 24 íslenskir fjárfestingarsjóðir í rekstri hafa bæst í hluthafahóp Arion banka með samtals 2,54% hlutafjár, en eignarhlutur hvers sjóðs er undir 1%. Tveir hluthafar bankans hafa jafnframt aukið hlut sinn í bankanum, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) um 2,0% og alþjóðlegi fjárfestingarbankinn Goldman Sachs um 0,8%. Kaupskil seldu jafnframt um 1,84% af fyrirliggjandi hlut sínum í Arion banka í þessum viðskiptum.

Hluthafar Arion banka hf. sem eiga eignarhlut yfir 1% – 26. febrúar 2018
Kaupskil ehf. 55,57%
Trinity Investment Designated Activity Company (Attestor Capital LLP ) 12,44%
TCA New Sidecar III s.à r.l. (Taconic Capital Advisors UK LLP) 9,99%
Arion banki hf. 9,50%
Sculptor Investments s.à r.l. (félag tengt Och-Ziff Capital Management Group) 6,58%
ELQ Investors II Limited (Goldman Sachs International) 3,37%
Að auki eiga 24 íslenskir fjárfestingarsjóðir samtals 2,54% hlut. ​

Í takt við samþykkt hluthafafundar Arion banka frá 12. febrúar, þar sem samþykkt var að greiða hluthöfum bankans 25 milljarða króna í arð, að frádregnum kaupum á eigin bréfum sem námu 17,1 milljarði króna, mun Arion banki greiða hluthöfum sínum 7,9 milljarða í arð, sem var skilyrtur við sölu Kaupskila á hlut í Arion banka. Arðgreiðslan og kaupin á eigin bréfum eru í samræmi við langtímamarkmiði Arion banka um að minnka umfram eigið fé bankans og er eignfjárhlutfall bankans áfram sterkt og vel yfir kröfum eftirlitsaðila.

Hlutur Kaupskila í arðgreiðslunni, 4,4 milljarðar króna, og söluandvirði 1,84% hlutafjár í bankanum, 3,3 milljarðar, rennur óskipt til íslenska ríkisins sem stöðuleikaframlag, samtals 7,7 milljarðar króna. Alls fær íslenska ríkið því í sinn hlut ríflega 31 milljarð króna vegna þessara viðskipta með hlutabréf í Arion banka og arðgreiðslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“