fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Fjórtán drengir gengist undir umskurð frá 2006

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarpið ásamt þingmönnum VG, Pírata og Flokks fólksins sem miðar að breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að líkamsárás sem valdi tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu, með því að fjarlægja kynfæri að hluta til eða öllu leyti, varði allt að sex ára fangelsi. Bann við umskurði stúlkna og kvenna var fest í lög árið 2005.

 

Samkvæmt greinargerð hefur umskurður drengja viðgengist í um 5000 ár, í krafti trúarbragða, aðallega gyðinga og múslima. Frumvarpið hefur þegar vakið athygli gyðinga, sem vilja að barist sé gegn frumvarpinu með því að beita alþjóðlegum þrýstingi.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis við fyrirspurn Eyjunnar, hafa samtals 14 drengir gengist undir umskurð frá árinu 2006. Aðeins ein slík aðgerð hefur verið framkvæmd á heilbrigðisstofnun frá árinu 2006, en 13 slíkar aðgerðir á drengjum undir 18 ára aldri eru skráðar hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árunum 2010-2016 og einhverjar til viðbótar á fullorðnum einstaklingum. Ekki er skilgreint hvort aðgerðirnar séu trúarlegs- eða læknisfræðilegs eðlis.

Landlæknisembættið fær ekki gögn frá lýtalæknum og því er möguleiki á að fleiri aðgerðir hafi verið gerðar þar. Engin af þeim lýtalækningastofum sem Eyjan hafði samband við, kannaðist þó við að hafa framkvæmt slíkar aðgerðir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið