fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Björn Valur segir málflutning Ragnars Þórs veikja undirstöður verkalýðshreyfingarinnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason. Mynd/Sigtryggur Ari

Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður og varaformaður Vinstri grænna, hefur áhyggjur af þeirri þróun sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni undanfarin misseri. Segir hann umrótið annarsvegar eiga rætur sínar að rekja til persónulegrar afstöðu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ og hinsvegar til þeirra sem kenna forystu verkalýðshreyfingarinnar um bág kjör launafólks:

„Það er síður en svo nokkuð við það að athuga að forystuskipti verði hjá stéttarfélögum af og til en sé það á þessum forsendum verða undirstöður verkalýðshreyfingarinnar fljótt veikar. Það er áhyggjuefni að hlýða á málflutning þeirra sem telja að besta leiðin til að bæta kjör launafólks sé að hluta verkalýðshreyfinguna niður og reka stéttabaráttu á grunni persónulegrar óvildar í garð þeirra sem fyrir eru. Slíkt mun aldrei verða neinum til framdráttar og full ástæða fyrir launafólk að vera á varðbergi gagnvart þeim sem þannig tala.“

Af þessum orðum að dæma virðist Björn Valur ekki par hrifinn af framgöngu Ragnars Þórs, formanns VR, en Ragnar Þór og Gylfi hafa skipst á skotum í fjölmiðlum undanfarið og gagnrýnt hvorn annan fyrir afskiptasemi.

 

Meðan Björn Valur hefur áhyggjur af gangi mála, segir Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, nýtt líf að færast í verkalýðsbaráttuna:

„Í of langan tíma hefur þessi mikilvæga hreyfing orðið æ stofnanakenndari og vísbendingar um að hún væri að verða partur af „kerfinu“

 

segir Styrmir og bætir við:

 

„Lýðræðislegar kosningar um stjórn verða til þess að umræður aukastinnan félaganna um sameiginleg hagsmunamál og félagmenn verða virkari en ella.

Kosningar um stjórn hafa leitt af sér mun meiri umræður innan VR svo að dæmi sé nefnt.

Af þessum sökum er ástæða til að fagna því að meira líf virðist vera að færast í starfsemi þessara félaga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum