fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Rúmlega 5000 manns án atvinnu undir lok ársins 2017

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Samkvæmt Hagstofu Íslands mældist atvinnuleysi 2,6% á síðasta ársfjórðungi ársins 2017. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar:

Á fjórða ársfjórðungi 2017 voru að jafnaði 199.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 194.400 starfandi og 5.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 81,2%, hlutfall starfandi 79,1% en atvinnuleysi 2,6%. Samanborið við fjórða ársfjórðung 2016 fjölgaði starfandi fólki um 2.700 en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 1,8 prósentustig. Á sama tíma fjölgaði atvinnulausum lítillega, eða um 200 manns og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli hækkaði um 0,1 prósentustig. Atvinnulausar konur voru 2.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,5%. Atvinnulausir karlar voru 2.900 eða 2,7%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 2,7% utan þess.

Langtímaatvinnuleysi
Á fjórða ársfjórðungi 2017 höfðu um 600 manns verið atvinnulausir í ár eða lengur. Það jafngildir 10,9% atvinnulausra samanborið við 300 manns á fjórða ársfjórðungi 2016, sem þá voru 7,0% atvinnulausra. Á fjórða ársfjórðungi 2017 voru 0,3% af þeim sem voru á vinnumarkaði langtímaatvinnulausir samanborðið við 0,2% á fjórða ársfjórðungi 2016.

Vinnutími
Á fjórða ársfjórðungi 2017 voru að jafnaði 179.900 manns við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins eða 92,5% starfandi fólks og 73,2% af heildarmannfjölda 16–74 ára. Meðalfjöldi heildarvinnustunda á viku voru 38,9 klukkustundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,3 klukkustundir hjá þeim sem voru í fullu starfi og 23,1 klukkustundir hjá þeim sem voru í hlutastarfi.

Vinnumarkaður á 4. ársfjórðungi 2017 – Hagtíðindi

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum