fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Stofnaði skutlarahóp bara fyrir konur: „Við þurfum að passa upp á allar systur okkar“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 23:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Birnu Brjánsdóttur hefur nú þegar haft áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur. Margar stelpur hafa sagt frá því á netinu síðustu daga að góðhjartaðir leigubílstjórar eða ókunnugar stelpur og konur hafi stoppað og boðið sér far þegar þær voru einar á gangi um kvöld eða nótt. Í dag fór svo af stað umræða í stærsta „skutlara“hópnum á Facebook en þar getur fólk látið vita að það sé á ferðinni eða óskað eftir fari á milli staða. Ein kona fékk þá hugmynd að stofna sér hóp fyrir konur, fyrir þær sem vilja ekki fara upp í bíl með ókunnugum karlmönnum og skrifaði um það í hópinn. Nútíminn sagði fyrst frá.

Þessi hugmynd fékk gríðarlega mikil viðbrögð í hópnum sem hefur meira en 32 þúsund meðlimi og mörg hundruð settu athugasemdir við færslu hennar. Þegar umræðan var farin úr böndunum fyrr í dag þurfti að henda út færslunni, mest voru það karlmenn að setja út á þessa hugmynd. Áður en það gerðist hafði samt hópurinn skutlara konur verið stofnaður og þegar þetta er skrifað er fjöldi meðlima hópsins að nálgast 5.000. Allir meðlimir þessa hóps eiga það sameiginlegt að vera kvenkyns.

Mynd/Getty

Stofnun hópsins vakti miklar umræður en í samtali við Bleikt sagðist stofnandi konuhópsins hafa fengið margar hótanir í einkaskilaboðum í dag. Til þess að hlífa henni fyrir meiri áreiti verður nafn hennar ekki tekið fram. Í samtali við Bleikt sagði stofnandi hópsins að markmiðið væri umfram allt að reyna að auka öryggi kvenna.

„Mín helsta ástæða fyrir að stofna hópinn er að konur eru mjög varnalausar undir áhrifum og verða því að auðveldari bráð. Ég er alls ekki að segja að allir karlmenn séu einu sinni líklegir til að nýta sér ástand ofurölvaðrar stelpu en það er allt of mikið um það. Á meðan dómskerfið okkar gerir ekkert til að vernda okkur þá verðum við að vera duglegar við að passa hvora aðra. Auðvitað væri það draumur fyrir allar konur að geta gengið áhyggjulausar um drukknar en eftir atburði líðandi viku þá hljótum við að sjá að það er ekki staðreyndin. Við þurfum að standa saman.“

Mynd/Getty

Samkvæmt þeim sem Bleikt ræddi við í kvöld eru margar konur sem vilja frekar eða eingöngu þyggja far hjá öðrum konum. Einhverjar nefndu að þær hefðu heyrt af stúlkum sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni þegar þær hafi þegið far með ókunnugum karlmönnum. Regla nýja „skutlara“hópsins er aðeins ein, ef einhver meðlimur bætir karlmanni inn í hópinn verður henni hent út samstundis. „Við þurfum að passa upp á allar systur okkar og þetta er góð byrjun,“ segir stofnandi hópsins að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
Eyjan
Í gær

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.