fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Kettir eru gáfaðri en þú heldur samkvæmt nýrri rannsókn

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 28. janúar 2017 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Japanskir vísindamenn hafa nýlega gefið út rannsókn sem varpar ljósi á gáfnafar katta. Því hefur oft verið haldið fram að hundar séu gáfaðri dýr en rannsóknin, sem kannaði sérstaklega minni katta, sýndi fram á að kettir komu jafn vel út úr þessum minnisprófunum og hundar. Þetta bendir til þess að þeir gætu verið jafn gáfaðir og besti vinur mannsins. BBC greinir frá.

Tæplega fimmtíu heimiliskettir voru fengnir til þátttöku í rannsókninni sem leiddi í ljós að kettir geta rifjað upp persónulegar minningar um einstök atvik. Þau tengjast m.a. stað, stund, aðstæðum og ákveðnum persónum. Hundar hafa einnig sýnt merki um að notast við slíkar minnisaðferðir. Atburðaminni beggja dýrategunda er því ekki ósvipað atburðaminni fólks.

Saho Takagi sálfræðingur við háskólann í Kyoto segir þetta merki um sérstaka meðvitund katta. Kettir lesi einnig í viðbrögð, líkamstjáningu, svipbrigði og tilfinningar fólks alveg eins og hundar.

 „Áhugaverð tilgáta er að þeir kunni að njóta þess að rifja upp minningar sínar um ákveðnar upplifanir eins og fólk,“

segir hún. Rannsóknin var gefin út í tímaritinu Behavioural Processes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.