fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Ný auglýsingaherferð frá Krafti vekur athygli – Frægir „bera á sér skallann“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið er núna – það þarf kraft til að takast á við krabbamein eru einkennisorð fyrir nýtt átak Krafts og vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Myndir í tengslum við átakið eru byrjaðar að fá athygli á samfélagsmiðlum. Átakið hófst í gær og stendur til 4. febrúar, sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Segir á heimasíðu átaksins:

Herferðin snýr að því að safna mánaðarlegum styrktaraðilum fyrir starfsemi Krafts þannig að félagið geti haldið áfram að styðja við bakið á því unga fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum þess.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Kraftur fékk þau Annie Mist Crossfit-drottningu, Björgvin Pál landsliðsmarkmann, Jón Jónsson tónlistarmann, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Sögu Garðarsdóttur leikkonu og Þorvald Davíð leikara til að “bera á sér skallann”. Myndirnar sýna fram á að hver sem er getur greinst með krabbamein en um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18 – 40 ára greinast með krabbamein ár hvert á Íslandi.

 

Hægt er að styrkja Kraft með mánaðarlegu framlagi og einnig gefst kostur á stökum styrk. Við mælum með því að allir lesendur Bleikt kaupi sér armböndin sem eru til sölu í tengslum við átakið.  Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ en þau eru alfarið unnin af sjálfboðaliðum.

Í gær voru góðgerðartónleikar á Kexinu þar sem fram komu Emilíana Torrini, Emmsjé Gauti, Hjálmar og Hildur. Á laugardaginn verður perluhittingur á Kexinu þar sem allir eru velkomnir að perla armböndin með áletruninni “lífið er núna”.

Armböndin er hægt að kaupa HÉR!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar hættir með Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Arnar hættir með Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.