fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Hamingju-, jákvæðnis-, þakklætiskrukkan

Heiða Ósk
Mánudaginn 27. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum mörg ótrúlega góð í því að gleyma því góða og muna það slæma.

Í fyrra ákvað ég að vinna með jákvæðni og þakklæti hjá mér og krökkunum.
Í dálítinn tíma hafði ég velt því fyrir mér hversu stutt það jákvæða staldraði við en það neikvæða gat átt sæti í hausnum á manni svo dögum skipti.
Alveg óboðlegt…

Við gefum því slæma of mikla athygli á meðan við lítum sjálfsögðum augum á alla litlu jákvæðu hlutina í lífi okkar og tökum varla eftir þeim.

Hugurinn er magnað fyrirbæri sem er hægt að móta eins og leir.
Einhverstaðar fóŕ leirinn frá því að vera ferskur, litríkur og mjúkur yfir í þurran, ómeðfærilegan óspennandi leir.

Hjá okkur var kominn tími til að bleyta aðeins upp í leirnum og mýkja hann upp, gera hann ferskan og spennandi aftur.

Mér fannst tilvalið að velja það sem ég kalla krukku leiðina.
Hamingju-, jákvæðnis-, þakklætiskrukkuna..
Jú, jú… Örlítið langt nafn á krukkunni en ég gat ekki valið eitthvað eitt af þessum orðum til að bleyta upp í leirnum okkar.

Leiðin er ekki flókin þótt nafnið sé langt.
Allt sem veitir okkur hamingju, alveg sama hversu lítið eða stórt það er, er skrifað á miða og sett í krukkuna.
Allt sem er jákvætt í augum þess sem upplifir er skrifað á miða og sett í krukkuna.
Allt sem er hægt að vera þakklátur fyrir, skrifað á miða og sett í krukkuna.

Ég skellti mér í IKEA og fann mér krukku sem mér fannst henta.
Næst fór ég í A4 og keypti voða sæta litríka hjarta post-it miða og tvo sæta penna til að geyma í krukkunni.
Gaf krukkunni góðan stað svo við myndum nú eftir henni og kynnti hana fyrir fjölskyldunni.
Viðurkenni það fúslega að það tók smá tíma að mýkja hana upp og gera spennandi, en litríku post-it miðarnir hjálpuðu til.

Það var farin að myndast spenningur í hópnum rétt fyrir áramót að kíkja á alla þessa miða og við orðin mun duglegri að taka eftir öllum litlu hlutunum sem skipta svo miklu máli.

Rétt eftir áramót settumst við niður með krukkuna góðu, flokkuðum miðana og skiptumst á að lesa upp minningu sem hafði glatt okkur.
Þarna á þessari stund upplifðum við aftur stundina sem hafði glatt okkur fyrr um árið.

Við urðum aftur glöð og þakklát yfir því sama ásamt því að vera virkilega spennt fyrir nýju ári og öllum miðunum sem áttu eftir að enda í krukkunni.

Krukkan á en sinn stað og miðarnir hrannast upp, verkefnið virkaði!


Leirinn er mjúkur og litríkur, og nú kunnum við öll betur að taka eftir og meta litlu góðu hlutina sem eru í raun og veru engir hlutir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað