fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

„Má þetta ekki bara vera krúttlegur dagur sem þeir njóta sem kjósa að halda upp á hann?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er árlegur viðburður, virkir í athugasemdum og góða fólkið rís úr dvala (ekki að það fari í dvala nokkurn tíman) og segir okkur að það sé algjörlega ómögulegt að halda upp á svona hefðir sem eru í ekki í grunninn íslenskar,“ skrifar Oddny Silja í skemmtilegum pistli um Valentínusardaginn og tuðið sem hún segir að fylgi honum hér á Íslandi.

Oddný Silja

Oddný, sem er frábær pistlahöfundur á síðunni dætur.is, segir að oft tali þessir einstaklingar um Valentínusardaginn sem markaðsherferðadaginn mikla, misnotkun á neytendanum og vitleysu sem megi alls ekki taka þátt í án þess að fá að heyra hvað þeim finnst.

Má þetta ekki bara vera krúttlegur dagur sem þeir njóta sem kjósa að halda upp á? Það má alveg halda upp á Valentínusardaginn OG konudaginn OG bóndadaginn. Og öskudaginn OG halloween.

Hún spyr af hverju þetta þurfi að vera svona mikið mál og segir að öskudagurinn sé ekki íslenskur í grunninn en er orðin „íslensk“ hefð.

Hvaðan höldum við að þessir dagar og hefðir koma? […] Það var enginn að spá að gefa bóndanum sínum ilmolíu nudd með rjómasprautu á bóndadaginn þegar við bjuggum í moldarkofum […]

Oddný segir að það þurfi ekki að kaupa dýrar gjafir til að vera dúlla við makann sinn. Hún segir að ástarbréf í vasann á leiðinni í vinnuna, aðeins lengri koss yfir eldamennskunni í kvöld eða segja „hey sexý“ sé alveg nóg.

Við eigum nefnilega til að gleyma þessum mikilvægu „litlu“ hlutum í amstri dagsins […] Ef við viljum knúsast aukalega þrjá daga á ári en ekki bara tvo þá megum við það og þurfum ekki að afsaka það fyrir virkum. Þeir verða bara að fara í tuðklúbbinn sinn í kvöld og grenja yfir þessu þar.

Hægt er að lesa pistil Oddnýjar heild sinni og fleiri eftir hana hér  en hún er líka á Snapchat:  Oddnysilja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.