fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Tara sakar systur Loga um fitusmánun: „Í guðanna bænum hættu að skipta þér af samskiptum mínum við bróður minn“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 23. október 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðlátlegt grín Örnu Einarsdóttur, systur Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, að holdafari hans á Facebook varð til þess að Tara Margrét Vilhjálmsdóttir sakaði hana um útlitssmána Loga. Hann birti í gær mynd af sér með Benedikt Jóhannssyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar, þar sem þeir héldu á sitthvorum kassa af kók, Benedikt með Zero en Logi með venjulegt.

„Ekta – þú mættir nú alveg við sykurlausu Logi minn. Ljótt ef ég þarf að kjósa Viðreisn,“ skrifaði Arna. Tara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri systir Loga og skrifaði: „Leiðinlegt að sjá kynsystur mínar útlitssmána á þennan hátt. Ef þið eruð ósammála Loga þá ræðið þið málefnin, þið farið ekki í manninn og alls ekki í útlit hans. Það er ekki bara hallærislegt heldur líka skammarlegt.“

Arna tók þessari athugasemd í fyrstu vel og sagði: „Tara Margrét Vilhjálmsdóttir ha ha ertu ekki að grínast.“ Því svaraði Tara neitandi. „Nei, ég er það ekki. Ég áttaði mig ekki á að þú værir systir hans og meintir þetta þá væntanlega ekki jafn illa og ég gerði ráð fyrir. Ég er nefnilega miklu vanari að sjá svona athugasemdir meintar afar illa og það er minn reynsluheimur. Það mótar síðan hvernig ég tek svona „bröndurum“ og mér finnst þeir aldrei eiga rétt á sér, hvaðan sem þeir koma. Rannsóknir sýna reyndar að feitt fólk verði aðallega fyrir svona óviðeigandi ummælum frá ættingjum og þeim sem standa þeim næst og að það skilji oft eftir sig djúp sár,“ sagði Tara.

Arna svaraði að bragði og sagðist einfaldlega hugsa um hag Loga: „Ég vil nú honum bara fyrir bestu og þá mætti hann svo sannarlega minnka sykurneyslu og það á ekkert að vera særandi að benda fólki á ef það er of þungt – frekar en of létt.“

Þessu svaraði Tara í löngu máli en hún sagði meðal annars að svona brandarar „normalísera ofbeldi gagnvart feitu fólki“. „Arna, mér finnst þetta furðuleg leið til að sýna einhverjum að þú viljir honum fyrir bestu. Að gera þessa athugasemd, sem er miklu meira smánandi en styðjandi, á opinberum vettvangi. Vettvangi sem er sérstaklega opinber þar sem bróðir þinn er jú í framboði til Alþingis og á því fleiri fylgjendur en gengur og gerist. Þetta er ekki beinlínis uppbyggjandi né til þess fallið að hvetja einn né neinn. Þvert á móti sýna rannsóknir að svona smánun hefur öfugar afleiðingar í för með sér og að niðurbrotið sem hún veldur hafi í för með sér óheilbrigðari heilsuvenjur. Nú ætla ég ekki að segjast þekkja samskipti eða tengsl ykkar systkina, það er alfarið ykkar á milli. Ég veit ekki hvort hann tekur þessu sem gríni eða ekki og það kemur mér svosem ekkert við,“ sagði Tara.

Örnu ofbauð þetta svar Töru og skrifaði. „Jesús góður – í guðanna bænum hættu að skipta þér af samskiptum mínum við bróður minn og vertu ekki í þessari vörn. Ofþyngd og fita er líkamanum óholl – punktur!“

Að lokum skarst Logi sjálfur í leikinn: „Það er svo margt sem er óhollt, m.a. fordómar vegna útlits eða skoðana. Lifi fjölbreytileikinn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd