fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

„Það er erfitt að lýsa hönnun sinni“ – Heiða og Cintamani á RFF 2017

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 24. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Birgisdóttir yfirhönnuður hjá Cintamani situr fyrir svörum að þessu sinni í kynningum okkar á þátttakendum í Reykjavík Fashion Festival.

RFF hátíðin er stærsti tískuviðburður á Íslandi í ár og verður haldin í Hörpu föstudaginn 24., og laugardaginn 25. mars. Ennþá er hægt að næla sér í miða á þennan glæsilega viðburð.

Gefum Heiðu orðið!

Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð – í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér?

Ég væri örugglega með valkvíða fram á síðustu stundu, en kjóll frá Hildi Yeoman er á óskalistanum og ætli ég mundi ekki nota tækifærið og kaupa mér einn slíkan. 11 ára sonur minn spurði hvort ég mundi ekki taka hann með.

Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá í fötunum þínum?

Hmm, ég spái lítið í svoleiðis, en ég held að ég verði að segja Björk. Annars skiptir mig mestu máli að fólk sem gerir kröfur á gæði í bland við útlit vilji klæðast hönnun minni.

Lýstu hönnun þinni í 5 orðum

Úff, það er erfitt að lýsa hönnun sinni. 5 stikkorð: þægindi, smáatriði, samspil með efni, áferð og munstur.

Ef þú mættir bara klæðast tveimur litum í heilt ár, hvaða litir yrðu það?

Svörtu og gráu.

Nefndu þrjár persónur eða atriði sem hafa mikil áhrif á hönnun þína

Útivera, náttúran og tónlist hafa mikil áhrif á hönnun mína.

Hvaða tónlist er í spilaranum?

Ennio Morricone, First Aid Kit, Bonobo, Bob Dylan.

Hvar verður þú eftir fimm ár?

Vinna minna, leika meira.

Hvað er best við RFF?

Að hafa tækifæri til að sýna afrakstur vinnunnar og svo er bara gaman og gott að hitta aðra í bransanum.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

instagram: cintamani_iceland
instagram: heidanikita
Facebook Heida Birgisdottir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.