Almáttugur hjálpi mér ítrekað! Það er meira en ár liðið frá því að ég fór í magabandsaðgerð. Í tilefni þess skellti ég í lítið myndband þar sem ég fer yfir þetta lengsta ástarsamband mitt síðari árin.
Jújú, vissulega er ég með undirhökusvip á myndinni til vinstri, enda að mynda tengsl við kiðling. Hún er tekin fyrir réttum 5 árum þegar ég var hátt í 30 kílóum þyngri en núna. Hin er nýleg pæjumynd, í pæjustellingu, í pæjuspegli og pæjufötum. Mismunandi aðstæður – en munurinn er mikill! Það sem sést hins vegar ekki á myndunum er munurinn á líðan og orku.
Já, ég elska magabandið ennþá, þó stundum pirri það mig smá. En eru ekki öll sambönd þannig?
Fyrirgaf föður sínum af öllu hjarta fyrir að hafa aldrei samband – „Við það losnaði ég við einhvern ákveðinn pakka og ég hafði aldrei áhyggjur af þessu meira“