fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025

Dýrleif spyr: „Á litli „prinsinn“ eða „prinsessan“ að ráða öllu?“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 18. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fæðast flest öll börn á Íslandi sem prinsar og prinsessur. Ekki það að þau séu í raun af konungsættum. Nei, þau eru börn og barnabörn mín og þín. Börn fólks sem hefur unnið hörðum höndum að því að hafa í sig og á, mann fram af manni.

Þessi tíska að tala um börn sem konungborið fólk er fáránleg svo ekki sé meira sagt. Ég spyr mig hver sé tilgangurinn með því? Er það spurningin um valdið á heimilinu? Á litli „prinsinn“ eða „prinsessan“ að ráða öllu? Eða er það þjónustulund hinna fullorðnu sem ræður þessu? Á að þjóna þessu barni og hlýða hverri skipun þess? Eiga þessir „prinsar og prinsessur“ að sjá fyrir sér í framtíðinni?

Dýrleif Skjóldal, höfundur greinar.

Hverju sem um er að kenna þá trúi ég ekki að það sé börnum til góðs að vera stöðugt umtöluð sem eitthvað sem þau eru ekki. Ég trúi heldur ekki að lýsingarorðin sem um þau eru notuð þurfi öll að vera í efsta stigi. Fallegust/fallegastur, duglegust/duglegastur, sterkust/sterkastur og svo framvegis sem hlýtur að þýða að öll hin séu ljótari, duglausari og máttlausari.

Börnin okkar eru framtíðarfólk. Þau fá margs konar hæfileika og útlit í arf frá foreldrum sínum. Það er okkar að hjálpa þeim að þroska þessa hæfileika. Það er okkar að kenna þeim að gera það besta úr því sem þeim var úthlutað. Það er okkar að gera þau að föður- og móðurbetrungum því lífið fer ekki aftur á bak. Vel undirbúið barn er barn sem spjarar sig.

Höfundur er Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari.
Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.