fbpx
Laugardagur 03.maí 2025

Dýrleif spyr: „Á litli „prinsinn“ eða „prinsessan“ að ráða öllu?“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 18. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fæðast flest öll börn á Íslandi sem prinsar og prinsessur. Ekki það að þau séu í raun af konungsættum. Nei, þau eru börn og barnabörn mín og þín. Börn fólks sem hefur unnið hörðum höndum að því að hafa í sig og á, mann fram af manni.

Þessi tíska að tala um börn sem konungborið fólk er fáránleg svo ekki sé meira sagt. Ég spyr mig hver sé tilgangurinn með því? Er það spurningin um valdið á heimilinu? Á litli „prinsinn“ eða „prinsessan“ að ráða öllu? Eða er það þjónustulund hinna fullorðnu sem ræður þessu? Á að þjóna þessu barni og hlýða hverri skipun þess? Eiga þessir „prinsar og prinsessur“ að sjá fyrir sér í framtíðinni?

Dýrleif Skjóldal, höfundur greinar.

Hverju sem um er að kenna þá trúi ég ekki að það sé börnum til góðs að vera stöðugt umtöluð sem eitthvað sem þau eru ekki. Ég trúi heldur ekki að lýsingarorðin sem um þau eru notuð þurfi öll að vera í efsta stigi. Fallegust/fallegastur, duglegust/duglegastur, sterkust/sterkastur og svo framvegis sem hlýtur að þýða að öll hin séu ljótari, duglausari og máttlausari.

Börnin okkar eru framtíðarfólk. Þau fá margs konar hæfileika og útlit í arf frá foreldrum sínum. Það er okkar að hjálpa þeim að þroska þessa hæfileika. Það er okkar að kenna þeim að gera það besta úr því sem þeim var úthlutað. Það er okkar að gera þau að föður- og móðurbetrungum því lífið fer ekki aftur á bak. Vel undirbúið barn er barn sem spjarar sig.

Höfundur er Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari.
Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
Kynning
Fyrir 14 klukkutímum

Boozt kynnir einstaka húsgagnalínu

Boozt kynnir einstaka húsgagnalínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.