fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Dragdrottning stjarna nýrrar auglýsingaherferðar fyrir Gló

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 11. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsuveitingastaðurinn Gló er að stækka við sig og opna veitingastaði í Danmörku. Þá er kjörið tækifæri til að endurmarkaðssetja fyrirtækið og er ný auglýsingarherferð fyrir Gló að koma út með dragdrottningu í aðalhlutverki.

GóGó Starr vann titillinn Dragdrottning Íslands í fyrra og er stjarna auglýsingarherferðinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem draglistamaður er í aðalhutverki í sjónvarpsauglýsingu á Íslandi. Auglýsingin verður frumsýnd í kvöld í auglýsingahléi úrslita söngvakeppninnar.

Gló er fyrir alls konar fólk, með alls konar bakgrunn og alls konar sögur og það er það sem við viljum sýna með þessari herferð. Vonandi fáum við fólk með fleiri sögur til að segja seinna, fleira fólk sem glóir!

Sagði Sæunn I. Marinósdóttir, markaðsstjóri Gló, við Gay Iceland. Auglýsingarnar munu birtast í sjónvarpi, prenti og á netmiðlum.

GóGó er ekki eina dragdrottningin sem kemur fram í auglýsingunni, félagar hennar úr hópnum Drag-Súgur koma einnig fram í henni, bæði dragdrottningar og kóngar. Hér fyrir neðan er smá „teaser“ fyrir auglýsinguna.

Til að lesa meira um auglýsingaherferðina kíktu á vef Gay Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.