fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Leyniútgáfa af Tinder fyrir hina ríku og frægu

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 10. mars 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu ofurfyrirsæta eða milljónamæringur? Hefur þú tekið eftir litlu S-i efst á skjánum hjá þér inni á Tinder? Það lítur svona út:

Nú er nefnilega komin leyniútgáfa af Tinder fyrir þá sem eru sérstaklega fagrir eða ríkir. Þessi hliðarveruleiki, sem er hulinn sauðsvörtum almúganum, kallast Tinder Select, og eina leiðin til að vera með er að vera boðið þangað.

 

Samkvæmt vefnum Tech Crunch hefur fyrirbærið verið til í um hálft ár og fjöldi TS notenda hefur vaxið hægt og bítandi í kyrrþey. Heimildamaður vefsins segir TS vera fyrir „fræga fólkið og þá sem njóta mikilla vinsælda á venjulegu Tinder útgáfunni“.

 

TS er ekki aðskilið forrit, heldur mætti kalla það eitt lag í viðbót – og hægt er að kveikja og slökkva á því að vild, eftir því hvort maður er í stuði til að hitta stórstjörnu eða dauðlegan einstaling.

 
Ekki er ljóst á þessu stigi hvernig Tinder velur þá sem fá boð inn á TS. Samkvæmt Tech Crunch eru núverandi notendur framkvæmdastjórar, súpermódel og sérdeilis aðlaðandi einstaklingar, og fólk á uppleið. OK!
Við dauðlega fólkið virðumst ekki geta svindlað okkur inn. Þeir sem fá boð geta tilnefnt einn annan einstakling til að ganga með sér inn um hinar forboðnu dyr… en viðkomandi þarf þá að vera sjúklega ríkur eða frægur eða eitthvað.

 
Ef þú sérð einhvern „swipa“ á Tinder í símanum sínum í dökkbláu umhverfi, í stað appelsínugula litarins sem einkennir Tinder dauðlega fólksins – þá veistu að þetta er súperstjarna að „swipa“ á Tinder Select.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
Eyjan
Í gær

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
433Sport
Í gær

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.