fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025

Hann vildi fá eins klippingu og vinur sinn „svo kennarinn gæti ekki þekkt þá í sundur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. mars 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vörum við rosalega krúttlegri frétt. Fyrir þá sem eiga auðvelt með að krútta yfir sig, þá mælum við með að standa upp og fá sér vatnsglas áður en lestur heldur áfram. Móðir að nafni Lydia Stith Rosebush deildi sögu um fimm ára son sinn, Jax, á Facebook. Jax vildi fá sömu klippingu og vinur sinn, Reddy, til að plata kennarann þeirra.

Færslan gekk eins og eldur í sinu um netheima út af sérstakri ástæðu, Jax er hvítur og Reddy er svartur. Lydia deildi þessari mynd af strákunum frá því í desember, áður en Jax fór í klippingu. Með myndinni skrifaði hún:

Í morgun vorum við Jax að ræða villta hárið hans. Ég sagði honum að hann þyrfti að fara í klippingu um helgina. Hann sagðist vilja láta raka hárið sitt mjög stutt svo hann gæti litið út eins og vinur sinn Reddy. Hann sagðist ekki geta beðið eftir að fara í skólann á mánudaginn með hár eins og Reddy svo kennarinn gæti ekki þekkt þá í sundur. Honum fannst það vera svo fyndið að rugla kennarann sinn svona með sömu klippingunni.

Samkvæmt móður Jax þá áttar hann sig bókstaflega ekki á að vinur hans er svartur (eða hann áttar sig ekki á því að hann er hvítur). Hann er nú aðeins fimm ára og er þetta afskaplega krúttlegt.

Ef þetta er ekki sönnun að hatur og fordómar er eitthvað sem er kennt þá veit ég ekki hvað er. Eini munurinn á þeim sem Jax sér er hárið þeirra,

skrifaði Lydia í færslunni. Jax fór að sjálfsögðu í klippingu og deildi mamma hans myndinni af nýja hárinu á Reddit. Svona líta þeir út núna.

Gætu þeir verið sætari?!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Eze fer til Tottenham

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.