fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Hún svaraði nettröllum með því að fara í föt sem „konur yfir 90 kíló eiga aldrei að klæðast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Petty er nemandi við Bowling Green State University og tók eftir að margir voru að tísta um klæðnað kvenna. Tístin fjölluðu einna helst um það hverju konur yfir 90 kíló ættu aldrei að klæðast. Þó að tístunum væri ekki beint til hennar fékk hún nóg af þessari gagnrýni og „reglum“ fyrir líkama sem eru ekki grannir. Þannig hún tók ráð twitter-notendanna og henti þeim í ruslið þar sem þau eiga heima.

Það næsta sem hún gerði var að klæða sig í þau föt „sem konur yfir 90 kíló eiga ekki að klæðast“ og taka myndir af sér sem hún setti með meðfylgjandi skilaboðum:  „Stelpur: Klæðist því sem þið viljið.“

Hún lítur stórglæsilega út á öllum myndunum og sýnir þessum nettröllum að það skiptir engu máli í hvaða stærð þú ert í. Stærð þín á ekki að takmarka fataval þitt og það kemur fólki ekkert við í hverju þú vilt klæðast. Við erum ekkert smá ánægðar með Söru að svara þessum fitufordómum á svona frábæran hátt. Við erum öll falleg sama í hvaða stærð við erum og ekki láta neinn segja ykkur annað.

Ég vona að konur skilji mikilvægi þess að hætta að rífa hvor aðra niður og frekar styðja hvor aðra. Við sem konur höfum margt á móti okkur, við þurfum ekki aðrar konur á móti okkur líka.

Ég vona líka að stelpur geti aðskilið hverjar þær eru frá tölunni sem sést á vigtinni og átti sig á að það er engin tala, há eða lág, sem ræður hversu mikils virði þær eru eða hvort þeim megi líða vel með sig. Líkamskömm mun líklegast alltaf vera til staðar á einhvern hátt, en ég vona að færslan mín hjálpi alla vega einhverjum konum að líða vel þrátt fyrir það.

Skrifaði Sara í yfirlýsingu sem hún sendi Huffington Post.

Sjá einnig:

25 hlutir sem feitar stelpur mega gera (þó að þeim sé sagt annað)!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.