fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025

Fíflasíróp Jóns Yngva – Frábært á pönnukökurnar!

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 25. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta kom út á dögunum. Bókinni lýsir höfundurinn, Jón Yngvi Jóhannsson, sem matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Jón Yngvi heldur úti skemmtilegri facebook síðu sem tengist bókinni – en þar birtir hann reglulega uppskriftir og góð ráð sem hefðu getað ratað í bókina en gerðu það ekki.

Þar á meðal er þessi frábæra uppskrift að fíflasírópi sem hann var svo huggulegur að leyfa okkur að birta hér fyrir lesendur Bleikt.

Gjörið svo vel og gleðilegt sumar!

Vegna fjölda (ja, að minnsta kosti tveggja) áskorana birtist hér uppskrift sem er ekki í bókinni. Þetta er fíflasíróp sem ég bý til á hverju vori og nota mikið. Ég nota það eins og hlynsíróp á pönnukökur, í bakstur, til að bragðbæta sósur og ef verulega vel liggur á mér bý ég til úr því karamellur með sjávarsalti.

Fyrst þarf að tína fíflana, bara blómin sjálf, ekki stilkana. Það er best að gera í sól þegar þeir eru alveg opnir. Fólk sem er mjög pjattað ætti að vera með hanska, fíflarnir smita mjög sterkum lit sem getur tekið tíma að skrúbba af fingrunum.

Þegar ca. 250 fíflablóm eru komin í hús er manni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa við að sjóða sírópið.

275 g fíflablóm (um 250 stk)
1 l vatn
1 kíló sykur (þetta er síróp!)
1 sítróna

Sjóðið vatnið, hellið því yfir fíflana og látið standa yfir nótt. Sigtið þá soðið frá og bætið sykrinum og safanum úr sítrónunni við. Sjóðið við vægan hita þar til sírópið er orðið tært og aðeins farið að þykkna. Fleytið froðuna sem myndast ofan af sírópinu jafn óðum. Ég sýð síróp í ca. klukkutíma, aðrar uppskriftir gefa upp styttri suðutíma.
Að lokum er sírópið sett í hreinar flöskur eða krúsir. Ef maður vandar sig geymist það næstum endalaust, sykur er jú rotvarnarefni.


Smelltu hér til að komast í facebook hópinn og kynna þér málin frekar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.