fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Brandson hannar hágæða æfingafatnað nefndan eftir íslensku valkyrjunum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru fyrstu buxurnar sem við hönnuðum, sem heita Brynhildr eftir valkyrjunni Brynhildi Buðladóttur. Þær eru hannaðar sem jóga buxur en eru svo ótrúlega þægilegar og nettar að það er hægt að vera í þeim öllum stundum. Mittisstrengurinn er hannaður þannig að það er hægt að bretta hann upp svo hann styðji við kviðinn en er ekki of þröngur. Þessi fídus var meðal annars hugsaður með verðandi mæður í huga, þær eru þó alls ekki bara meðgöngubuxur. Við munum örugglega leggja hausinn í bleyti með að hanna fatnað í framtíðinni fyrir nýbakaðar og verðandi mæður. Það virðist vera skortur á almennilegum fatnaði fyrir þær.“

Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis.

,,Við höfum verið að skoða þann möguleika að framleiða eitthvað hérna heima. Það væri óskandi ef það gengi eftir,“ segir Bjarni K. Thors hönnuður hjá Brandson.

Bjarni er menntaður grafískur hönnuður sem hefur nú yfirfært sína þekkingu og hæfileika yfir á nýjan miðil en hann hefur alltaf haft áhuga á hreyfingu og tísku. Hann sá því tækifæri í að sameina mörg áhugamál sem og kynna land og þjóð. Þeir sem þekkja til vörumerkisins ættu að kannast við mynstrin og nöfnin á vörunum, en Bjarni hefur meðal annars skírt vörulínurnar eftir valkyrjunum, Brynhildr og Þrúðr, og er hugmyndin að koma sögunni til skila og hvetja konur landsins áfram.

,,Hér á Íslandi búa einstaklega duglegar og kraftmiklar konur sem láta ekkert stoppa sig, þetta sá ég áberandi í kringum hrunið. Konur virtust mun djarfari í að taka af skarið og búa til eitthvað úr því sem var til staðar og framkvæma hluti. Í raun er það hluti af því að Brandson verður til, ef þær geta það þá get ég það líka. Það er mikil hvatning að upplifa svona mikla orku í þjóðfélaginu. Við viljum hvetja fólk áfram í heilbrigðum lífstíl og heilbrigðu líferni og halda áfram að viðhalda þessari athafnasemi og orku sem við búum við á Íslandi.“

Áherslan hjá Brandson er lögð á vandaðan jóga- og æfingafatnað fyrir konur, buxurnar hafa verið alls ráðandi en í upphafi var lítið fjármagn og því ekki hægt að framleiða nema eina vöru í einu.

„Í dag erum við farin að geta framleitt sett, sem sagt topp og buxur í einu. Það er ótrúlega flott að geta boðið upp á sett sem er hannað saman,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að herralínan sé á teikniborðinu og vonast hann til þess að geta komið henni í framleiðslu fyrr en síðar, ,,við höfum verið að vinna í þessu síðastliðna mánuði og erum að vona að við getum sett hana í framleiðslu á þessu ári. Þetta er vissulega dýrt og áhættusamt, við verðum bara að sjá hvort þetta náist hjá okkur á tilsettum tíma.“

Vörurnar eru seldar í vefverslun Brandson.

Einnig má finna eitthvað af vörum frá þeim í Óðinsbúð, verslun Mjölnis,  Boxbúðin VBC smiðjuvegi og á Heimkaup.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.