fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Selena Gomez útskýrir fjarveru sína frá sviðsljósinu

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 14. september 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selena Gomez hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir utan einstaka skipti sem sést hefur til hennar með kærastanum hennar The Weeknd.

Selena hefur loks gefið útskýringu á fjarveru sinni í sumar, hún þurfti að gangast undir aðgerð og fá nýtt nýra.

Söngkonan er með sjálfsofnæmissjúkdóm og þurfti hún tíma til þess að jafna sig eftir aðgerðina. Leikkonan Francia Raisa gaf Selenu nýra og þakkar Selena henni, fjölskyldu sinni og læknunum sem hafa annast hana fyrir með hjartnæmum hætti :

„Ég er mjög meðvituð um það að aðdáendur mínir hafa tekið eftir því að ég hef látið lítið fyrir mér fara í sumar og velt því fyrir sér af hverju ég hef ekki verið að auglýsa tónlistina mína, sem ég er mjög stolt af. Ég komst að því að ég þurfti að fara í aðgerð og fá nýtt nýra vegna sjálfsofnæmis míns og hef verið að jafna mig. Ég hlakka til þess að deila með ykkur reynslu minni frá síðustu mánuðum. Þangað til ég geri það vil ég opinberlega þakka fjölskyldu minni, frábæra læknateyminu mínu og að lokum Francia Raisa. Það eru engin orð sem lýsa því hversu þakklát ég er fyrir þessa fallegu vinkonu mína, hún gaf mér hina fullkomnu gjöf með því að gefa mér nýra frá sér. Ég er ótrúlega þakklát. Ég elska þig svo mikið systir.“

Síðan Selena greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn árið 2015 hefur hún verið mjög opin með baráttu sína við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.