fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Víkingur Heiðar tekur hrekkjavökuna alla leið – Heldur 3 partý á Austur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Heiðar Arnórsson er framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Hann er einn af þeim sem er heillaður af Hrekkjavökunni og tekur hana alltaf alla leið.

„Ég vil bara hafa þetta alvöru eða sleppa því,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég er svolítið þannig að allt sem ég geri geri ég „extreme,“ ég er ekki að henda bara á mig hárkollu og skikkju. Go hard or go home.“

Árið 2012 var hann Spartverji. „Ég flutti heim brynju sem ég sat með í flugvélinni frá Aþenu, fyrir þann búning vann ég verðlaun í Háskólanum Reykjavík. Allir sem ég mætti sögðu að þetta væri flottasti búningur sem þeir höfðu séð,“ en Víkingur Heiðar fékk þá lánað sverð og skjöld sem hann gekk um með í miðbænum.

Ári seinna datt þó andlitið af fólki sem mætti Víkingi Heiðari því hann lét sig hafa það að sitja í stólnum í fimm klukkutíma til að komast í gervi Avatar. „Ég var í þrjá mánuði að koma mér í form fyrir þann búning, því ég er næstum nakinn,“ segir Víkingur Heiðar og hlær, en hann klæddist aðeins pilsi sem hann saumaði sjálfur. Hann gat hvorki borið veski, lykla eða annað á sér og þurfti að plasta bílinn sinn að innan til að smita ekki blárri málningu í sætin.

„Svo þegar ég kom í hurðina á Rúbín í Öskjuhlíð þá spurði dyravörðurinn mig um skilríki og ég hló bara og sagðist alveg eins geta rétt honum skilríki 12 ára stelpu. Það þekkti mig enginn í gervinu.“

„Svo var ég einu sinni á Halloween í Los Angeles, þá leigði ég rándýran Jon Snow búning frá búningaleigu, sem var með marga orginal búninga úr myndunum. Tók samt enga góða mynd af honum því miður.

Núna þegar hann er framkvæmdastjóri á skemmtistað er hægur heimaleikur að nýta áhugann á Hrekkjavökunni og búningum til að bjóða í gott Hrekkjavökupartý og hann lætur sér auðvitað ekki nægja að bjóða í eitt partý, þau verða samtals þrjú. Partýin eru í samstarfi Austur og KissFM.

„Mér fannst svo mikil synd af því að ég var með besta búninginn tvö ár í röð að fá engin verðlaun fyrir það,“ segir Víkingur Heiðar. „Það lá mikil vinna að baki Avatar búningnum, þannig að ég hugsaði af hverju var ég ekki verðlaunaður með meira en bikar?“

Verðlaunin eru því ekki af verri endanum á Austur, aðalvinningurinn er sólarlandaferð fyrir tvo til Balí ásamt hóteli, annað sæti er flöskuborð að andvirði 250.000 kr. á Austur og þriðja sæti er flöskuborð að andvirði 70.000 kr. á Austur.

„Við tökum myndir af öllum sem mæta í búningi og birtum þær á Facebooksíðu KissFMIceland. Kosning hefst 6. nóvember næstkomandi og stendur í viku. Þannig að það er um að gera að mæta í flottasta búningnum.“

Fyrri tvö kvöldin, föstudagskvöldin 27. október og 3. nóvember eru sérstök háskólapartý, en laugardagskvöldið 4. nóvember er fyrir alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.