fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025

Jane Fonda, 79 ára, án „photoshop“ á forsíðu Town & Country

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jane Fonda ber aldurinn svo sannarlega vel, orðin 79 ára (hún verður 80 ára 21. desember næstkomandi).

Fonda er á forsíðu nóvemberblaðs Town & Country og er myndin óunnin, það er Photoshop er ekki notað til að „laga“ útlit leikkonunnar.

Fonda hefur verið andlit L’Oréal frá árinu 2014 og gekk tískupallana fyrir tískumerkið á tískuvikunni í París núna í ár. Fonda hefur talað opinskátt um lýtaaðgerðir sem hún gekkst undir þegar hún var yngri að árum, en það kom engu að síður flatt upp á hana þegar hún var spurð út í þær í viðtali núna í september.

Þáttastjórnandinn Megyn Kelly spurði Fonda af hverju hún væri ekki stolt af að viðurkenna að hún hefði gengist undir lýtaaðgerðir, „Fólk horfir á þig og hugsar hversu vel þú lítur út.“

„Góð viðhorf, góð líkamsbeiting, ég hugsa vel um sjálfa mig,“ svaraði Fonda og leiddi hjá sér að svara með lýtaaðgerðirnar.

Þrátt fyrir aldurinn hefur Fonda nóg að gera í leiklistinni, hún leikur í sjónvarpsþáttunum Grace & Frankie, Our Souls at Night á móti Robert Redford og Book Club ásamt Diane Keaton, Mary Steenburgen og Candice Bergen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.