fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Meyja

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Meyjuna 23. ágúst – 22. september.

Meyja
Byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Elskendurnir er fyrsta spilið sem eru yfirleitt skilaboð um að fylgja hjartanu. Þú hefur verið að upplifa miklar og djúpar tilfinningar gagnvart einhverjum sem annað hvort kom inn í líf þitt á árinu eða var þar fyrir en sambandi varð dýpra. Hér gæti bæði verið um að ræða góðan vin eða rómantískan félaga. Hvort sem er þá er um að ræða einstakling sem þú getur treyst algjörlega og þetta samband kemur til með að hafa jákvæð áhrif á líf þitt. Sálufélagi sem skiptir þig miklu máli.

Þú hefur líka staðið frammi fyrir erfiðri eða mikilvægri ákvörðun á árinu. Vonandi fylgdir þú hjartanu við þessa ákvarðanatöku, án skilyrða varðandi útkomuna. Þú hefur líklega þurft að taka þér tíma og velta fyrir þér kostum og göllum og tekið síðan ákvörðun sem þú ert sátt við í dag kæra meyja. Þegar þetta spil kemur upp er það yfirleitt ábending um að kærleikurinn er ofar öllu. Það eru alltaf einhverjir hlutir sem þú þarft að velta vel fyrir þér og einhverjar hindranir sem þarf að yfirstíga. Þú ert líklega betri til heilsunnar núna en á sama tíma fyrir ári og skalt skoða af hverju og huga vel að þér áfram.

Varðandi það sem er í gangi núna þá er alveg óhætt að segja, til hamingju! Þér hefur tekist vel til og unnið gott starf. Sú mikla vinna sem þú hefur lagt í verkefnin þín hefur borgað sig og fólk dáist að því sem þú hefur komið í verk. Þú getur búist við verðlaunum, umfjöllun, stöðuhækkun eða annars konar viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Leyfðu þér að njóta þessa tíma – en ekki of lengi. Það bíða þín enn mikilvæg verkefni enda veistu vel að þú þarft alltaf að vera með einhverja bolta á lofti. Á þessum tímapunkti í lífi þínu gætir þú líka staðið frammi fyrir ákvörðunum sem þú mundir hagnast á persónulega. Snýst ekki endilega um að vera að fórna þér í einhver verkefni þrátt fyrir að þú farir yfirleitt „all in“, en þú þarft líka að muna að huga vel að sjálfri þér. Já þetta er tímabil sigra og viðurkenninga fyrir vel unnin störf og jafnvel góður árangur í skapandi störfum eða vísindum. Hum, spurning um hvort þetta væri ekki góður tími til að sækja um styrk eða lán til að koma þessu af stað!

Kæra meyja, það er svo mikið í þessari spá og svo margt jákvætt. Mundu að þú þarft gott fólk í kringum þig og þá gerir þú góða hluti. Vinnan þín skiptir máli en kærleikurinn er ofar öllu – alltaf! Þú getur vel notið þess að vera virkur bæði í einkalífi og vinnu og eitt þarf ekki að útiloka annað.

Því er mjög viðeigandi að senda þér kærleikskveðju frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.