fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Kalli Tomm: Fagnar „Mosó-módelinu“ í stjórn landsins

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. apríl 2018 19:00

Kalli Tomm, Karl Tómasson söngvari, tónlistarmaður, Gildran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, hefur komið víða við á sinni ævi. Hann rak veitingastað, átti og ritstýrði bæjarblaði, trommaði með rokkhljómsveitinni Gildrunni og braut blað í stjórnmálasögu landsins þegar hann sem oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ hóf meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Um tíma mátti hann þola miklar ofsóknir fyrir það og einnig hefur hann gengið í gegnum bæði gjaldþrot og lífshættuleg veikindi. Kristinn hjá DV ræddi við hann um þessa reynslu og hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er er brot af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Katrín mun slípa gogg fálkans

Karl telur að vinnubrögð meirihlutans hafði höfðað til fólks í Mosfellsbæ. „Í könnunum um ánægju íbúa er Mosfellsbær að skora mjög hátt, ár eftir ár. Þetta snýst um fólk og samstarf og það er gamaldags viðhorf að ólíkir flokkar geti ekki unnið að góðum málum. Enda sjáum við hvað er að gerast í stjórn landsins. Það er Mosó-módelið.“

Hann er meðal þeirra sem beittu sér fyrir samstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á landsvísu sem raungerðist síðastliðið haust. „Í einni greininni sem ég skrifaði sagðist ég hafa slípað gogginn á fálkanum í Mosó og það sjá allir að Katrín er að gera það sama núna.“

Hann viðurkennir að áhættan af samstarfinu sé öll vinstra megin en furðar sig jafnframt á viðbrögðum margra flokkssystkina á samstarfinu. Katrín verði að fá frið og tíma til að láta þetta ganga.

Er ekki hætta á að stjórn svo ólíkra flokka verði aðgerðalítil?

„Jú, en ég tel að Vinstri græn njóti góðs að því aðgerðaleysi. Að það verði síður farið í aðgerðir á borð við stóra einkavæðingu eða stórvirkjanir. Sjálfstæðismenn vildu til dæmis stofna einkarekinn grunnskóla í Mosfellsbæ. Sá skóli væri nú til ef ég hefði ekki verið í meirihlutanum.“

Datt þér í hug að fara í landsmálin?

„Nei, aldrei. Ég hefði sjálfsagt haft sterka stöðu í ljósi þess að vera sá fyrsti undir merkjum Vinstri grænna til að sitja í meirihluta sveitarstjórnar. En þessir erfiðleikar í upphafi höfðu áhrif á mig og ég var búinn að fá nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson