fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433

Hörður Björgvin ekki alvarlega meiddur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bristol City tók á móti Ipswich í ensku Championship deildinni um helgina en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Það var Milan Djuric skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Bristol City. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol um helgina og spilaði í hjarta varnarinnar en honum var skipt af velli á 71. mínútu.

Bristol tilkynnti það svo eftir leik að hann hefði meiðst á hné en meiðslin eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.

„Ég fór í skanna í morg­un. Ég fékk mjög góðar niður­stöður, og hitti svo sam­stund­is sér­fræðing sem mældi mig út og taldi mig hafa verið mjög hepp­inn. Hann sagði að ég hefði verið hepp­inn með að fara úr lið og aft­ur í lið, án þess að eyðileggja neitt,“ sagði Hörður við mbl.is en hann heldur nú til Bandaríkjanna og hittir íslenska landsliðið.

,,Það eru því góðir mögu­leik­ar á að ég verði ekki lengi frá, ég get farið að styrkja hnéð strax og er jafn­vel leik­fær strax, seg­ir hann [sér­fræðing­ur­inn]. Það er samt auðvitað bara í hönd­um þjálf­ara og sjúkraþjálf­ar­anna í landsliðinu að meta hver staðan mín ná­kvæm­lega er, en þetta voru mjög góðar frétt­ir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Í gær

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur