fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Þóttist vera starfsmaður ráðuneytisins og fékk bílaleigubílinn afhentan

Héraðsdómur sakfelldi í dag karl og konu fyrir ótal brot

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. júní 2016 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann um þrítugt í 18 mánaða fangelsi og konu um fertugt í 14 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot. Fólkið var meðal annars ákært fyrir þjófnaði, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot.

Maðurinn, Arnar Ingi Jónsson, var meðal annars ákærður og sakfelldur fyrir að hafa í janúar í fyrra, í félagi við annan, farið án heimildar um borð í skipið Höfrung III við Grandagarð þar sem hann stal úr jakka starfsmanns. Í jakkanum voru meðal annars greiðslukort, ökuskírteini, miðar í Hvalfjarðargöng og 30 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum.

Þá var hann dæmdur fyrir að hafa í febrúar í fyrra stolið fartölvu úr afgreiðslu Hótels Hafnarfjarðar og í apríl í fyrra stolið I-pod og Bónus-inneignarkorti úr verslun Bónuss á Tjarnarvölllum í Hafnarfirði. Þá voru þau í sameiningu ákærð og sakfelld fyrir að stela skartgripum, samtals að verðmæti rúmlega 770 þúsund krónur, þegar þau voru í heimsókn á heimili í Reykjavík í október í fyrra.

Þá var Arnar Ingi sakfelldur fyrir að hafa í desember 2014 blekkt starfsmann bílaleigunnar Höldur til að afhenda sér bifreið. Hringdi hann í bílaleiguna og sagðist vera starfsmaður Sjávarútvegsráðuneytisins og óskaði hann eftir afhendingu á bílaleigubíl utan við ráðuneytið sem hann tók svo við. Undirritaði hann nafn sitt og kennitölu á samning sem skráður var á ráðuneytið áður en hann tók við bifreiðinni og ók henni um götur borgarinnar.

Þetta er aðeins brot af þeim afbrotum sem fólkið var ákært fyrir. Þau játuðu bæði sök en bæði eiga sakaferil að baki. Dómurinn yfir Arnari er óskilorðsbundinn en dómurinn yfir konunni er bundinn skilorði til tveggja ára. Þá var þeim gert að greiða samtals um þrjár milljónir í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí